Frá þvottahúsinu

Stúlkurnar í þvottahúsinu vilja koma á framfæri að hjá þeim er allskonar smáhlutir í óskilum eins og belti,sokkar,nærföt, reimar og fleira og fleira, Einnig vilja þær benda á að það þurfi að merkja fötin betur og þó sérstaklega rúmföt og handklæði.Kveðja Brytinn góði

kvöldvaka

Jæja þá er komið að því :)Heimavistarráð ætlar að halda kvöldvöku þann 8. nóvember n.k. fyrir íbúa heimavistarinnar.Þar verður fjölbreytt dagskrá. Meðal annars spurningakeppni, leikir og hæfileikakeppni ásamt fjölmörgu öðru.En til þess að allt gangi upp þurfum við ykkar aðstoð.Lumar þú á duldum hæfileika?Griptu okkur glóðvolg á göngunum eða sendu einfaldlega rafræn skilaboð á póstfangið heimavistarrad@gmail.com (einstaklingar eða hópar).Kveðja Gömlu lummurnar

Mötuneyti

Mötuneytisfélagar athugiðMatsalurinn er eingöngu fyrir þá sem greiða fyrir mat í mötuneytinu.Ekki er ætlast til þess að þeir taki utanaðkomandi með sér í salinn.Einnig viljum við koma á framfæri að drukkur milli 15:00- 16:30 er eingöngu fyrir þá sem búa á heimavistinni.Mötuneytisráð

Myndir

Nú langar okkur að setja fleiri myndir inn á síðuna. Þess vegna viljum við bjóða þeim sem hafa áhuga á, að taka myndir og senda okkur. Við munum svo setja þær hérna inn á síðuna.Myndefnið verður að vera tengt heimavistinni, hvort sem það er lífið á vistinni, hlutir eða eitthvað annað sem ykkur dettur í hug.Skemmtilegt væri ef þið skírðuð myndirnar og svo má ekki gleyma að setja nafn ljósmyndarans með. Sendið myndirnar á t.bjornsd@gmail.comEinnig langar okkur að minna vistarbúa á glæsilega sjónvarpsherbergið sem er niðri, á milli mötuneytis og þvottahús (eins og þið séuð að fara inn í geymslu, en beygjið fyrstu dyr til vinstri). Þar er hægt að horfa á hinar ýmsu stöðvar, t.d. rúv, stöð2, sirkus, skjá1, sýn og sýn2.Þar eru einnig DVDspilari og video sem íbúum er velkomið að nota. Fjarstýringurnar af tækjunum eru í andyrinu og það er ekkert mál að biðja vaktmann um þær. :)En endilega verið dugleg að taka myndir og senda okkur ;)Heimavistarráð

Nýtt heimavistarráð

Nú hefur nýtt heimavistarráð tekið til starfa fyrir veturinn 2007-2008.Það skipa:Forseti: Steingrímur Páll Þórðarson Varaforseti: Steinunn Karlsdóttir Aðalritari: Jóhanna Stefánsdóttir Vefstjóri: Ómar Eyjólfsson Fjölmiðlafulltrúi: Tinna Rut Björnsdóttir Fjármálafulltrúi: Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir Andlegur leiðtogi :) : Hjálmar Björn GuðmundssonVið munum koma með frekari upplýsingar fljótlega eftir helgi, bæði um okkur og því helsta sem við viljum gera á þessu skólaári.Heimavistarráð

Velkomin

Núna er skólahárið hafið hjá VMA og styttist í að MA byrji og þess vegna er fólk komið á vistina , Hótel Edda er farin og þessvegna er allt að komast í eðlilegar skorður . Netið er komið og hægt er að sækja um það hjá Sigmundi Húsbónda. Svo vil ég benda á að umsókn um mötuneytið er að finna hér við viljum benda fólki á að sækja um sem fyrst.

Heimavistarráð 2006-2007 kveður

Þá hefur Menntaskólanum verið slitið og þá er okkar verki formlega lokið. Við í heimavistarráði viljum þakka öllum fyrir samstarfið í vetur, þá sérstaklega Simma, Gunnu og Garðari. Núna eru 4 úr heimavistarráði að kveðja vistina með því að útskrifast, það eru Ernir, Anna Harðar, Anna Andrés og Magni. Það þýðir að á komandi vetri verður nýtt blóð að koma í heimavistarráð og hressa aðeins upp í liðinu. Vonumst við sem erum að kveðja eftir því að eftirmenn okkar verði engu síðri en við. Við kveðjum heimavistina með miklum söknuði, þetta hefur verið ómetanlegur tími.Fyrir hönd heimavistarráðs veturinn 2006-2007Ernir Freyr Gunnlaugsson  

Myndir frá sumargrilli

Grillveislan tókst mjög vel og margir létu sjá sig. Ernir var sem óður á myndavélinni og tók fullt af myndum sem hægt er að skoða í myndaalbúmi eða með því að smella hér.Viljum við í framhaldi af þessu óska VMA-ingum góðs gengis í prófunum sem hefjast þann 7.maí og minnum á að próftíðareglur taka gildi tveimur dögum áður.  ATH! Það er komin inn ný verðskrá fyrir haustönn 2007 í mötuneyti.

Þvottur bíður eftir eigendum sínum

Nokkuð er um að ómerktur fatnaður hafi verið settur í þvott og því ekki hægt að koma til skila í þvottaskápana. Minnum íbúa á að vera duglegir við að merkja allan þvott hjá sér svo hann rati aftur til eigenda sinna. Hægt er að merkja þvottinn hjá starfsmönnum í þvottahúsinu. Munið líka að flokka þvottinn í viðeigandi þvottahólf 🙂

Halloween bíókvöld á Hrekkjavökunni 31. október

Bíókvöld á setustofunni annað kvöld kl 20:30 þriðjudaginn 31. október.