29.11.2024
Glæsilegt jólahlaðborð Heimavistarráðs framundan.
Jólahlaðborð Heimavistarráðs verður haldið miðvikudagskvöldið 4. desember n.k. frá kl. 17.30-19.30 fyrir alla íbúa. Óháð því hvort íbúi er skráður í kvöldmat eða ekki, allir velkomnir.
Boðið verður upp á glæsilegan matseðil í skreyttum matsal og við hvetjum íbúa til að mæta í snyrtilegum klæðnaði enda tilefnið hátíðlegt.
21.11.2024
Heimavistin er lokuð yfir jól og áramót. Við lokum húsnæðinu kl. 12:00 á hádegi, laugardaginn 21. desember og opnum aftur eftir jólafrí sunnudaginn 5. janúar kl. 12:00.
06.11.2024
Athygli er vakin á að uppsögn á húsaleigusamningi við annarskil hjá bæði MA og VMA íbúum er 30. nóvember n.k.
Skila þarf skriflegri uppsögn fyrir þann tíma til að komast hjá því að greiða húsaleigu eftir annarskil. Best er að senda tölvupóst.
Þeir íbúar sem hætta námi um annarskil vegna ófullnægjandi námsframvindu þurfa að senda skriflega uppsögn í tölvupósti um leið og niðurstaða annarprófa liggur fyrir. Athugið að við þessar aðstæður er uppsagnarfresturinn einn mánuður eftir annarskil.
Uppsagnir skal senda á netfangið rosa@heimavist.is
05.11.2024
Nú er hægt að sækja um heimavist fyrir vormisseri 2025. Sótt er um á heimasíðunni - Umsókn um heimavist. Í kjölfarið verður haft samband við umsækjendur.
Bendum á að þeir sem eru þegar íbúar á heimavistinni þurfa ekki að sækja um.