01.02.2016
Breytingar hafa orðið á skipan heimavistarráðs sem kosið var s.l. haust fyrir skólaárið 2015-2016. Um áramótin kom inn nýr formaður og eins nýr skemmtanastjóri. Hér má sjá núverandi fulltrúa í heimavistarráði og röðun í embætti:
Formaður - Sigmar Ingi Njálsson nemandi við VMA.
Varaformaður - Guðbrandur Máni Filippusson nemandi við VMA.
Ritari - Ásdís Birta Árnadóttir nemandi við MA.
Aldís Embla Björnsdóttir nemandi við MA.
Birta Dögg Bessadóttir nemandi við MA.
Margrét Eva Arthúrsdóttir nemandi við VMA.
Nökkvi Freyr Bergsson nemandi við MA.
01.02.2016
Nú er prófum í MA lokið og MA íbúar að hefja nám á vorönn. VMA íbúar hófu sína vorönn í byrjun ársins. Við taka hefðbundnir dagar á heimavistinni þar sem almennar reglur um aga og umgengni gilda.
08.01.2016
Reglur á próftíma:
Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn.
Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur.
Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar.
Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði.
Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð.
Reglulegum próftíma lýkur 22. janúar.
Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði.
Gangi ykkur vel i prófunum
Sýnum öll tillitssemi
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
06.01.2016
Hjúkrunarfræðingur Heimavistar er María Albína Tryggvadóttir. Viðtalstímar hennar eru á mánudögum frá kl. 15:30 - 16:30 og á fimmtudögum frá klukkan kl. 16:00 - 17:00 í herbergi á skrifstofugangi. Sími hjúkrunarfræðings er 455 1611.
01.02.2016
Nú er prófum í MA lokið og MA íbúar að hefja nám á vorönn. VMA íbúar hófu sína vorönn í byrjun ársins. Við taka hefðbundnir dagar á heimavistinni þar sem almennar reglur um aga og umgengni gilda.
08.01.2016
Reglur á próftíma:
Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn.
Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur.
Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar.
Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði.
Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð.
Reglulegum próftíma lýkur 22. janúar.
Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði.
Gangi ykkur vel i prófunum
Sýnum öll tillitssemi
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA