01.11.2021
Geðlestin leggur af stað í hringferð um landið í dag til þess að fræða og ræða við ungt fólk um geðheilsu. Er þetta samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu og verndandi þáttum hennar. Á heimasíðu geðlestarinnar má finna hin ýmsu verkfæri til geðfræðslu.
01.11.2021
Sigga Dögg kynfræðingur verður með fyrirlestur fyrir nemendur VMA og MA í Gryfjunni í VMA kl. 17:00 í dag.
14.10.2021
Minnum á að Hannesína Schewing hjúkrunarfræðingur verður á vaktinni fyrir íbúa heimavistar í dag frá kl. 16.00-17.00.
Bendum foreldrum og forráðamönnum á að hægt er að hringja í hjúkrunarfræðing á viðtalstíma í síma 455 1611.
12.10.2021
Minnum á að umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk/dvalarstyrk fyrir haustönn rennur út 15. október.
01.10.2021
Minnum íbúa og forráðamenn á að láta vita ef íbúi er lasinn. Ætlast er til að íbúar fari í Covid sýnatöku í gegnum heilsugæsluna ef þeir verða varir við einkenni, Mikilvægt er að tilkynna síðan starfsmanni heimavistar um niðurstöður.
01.10.2021
Minnum íbúa og forráðamenn á að láta vita ef íbúi er lasinn. Ætlast er til að íbúar fari í Covid sýnatöku í gegnum heilsugæsluna ef þeir verða varir við einkenni. Mikilvægt er að tilkynna starfsmanni heimavistar um niðurstöður.