01.03.2019
Ester María íbúi okkar hlaut á dögunum styrk úr Hvatningarsjóði Kviku sem hefur m.a. að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms. Ester er í húsasmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri og óskum við henni að sjálfsögðu til hamingju. Á facebook síðu heimavistarinnar má sjá viðtal við Ester.
19.02.2019
Heimavistin auglýsir eftir íbúum til að aðstoða við þrif o.fl. (ryksuga, fylla á lagera o.s.frv.) nokkra tíma á viku eftir skóla (1-2 klst. í senn). Nánari upplýsingar veita Halla Sif og Rósa María.
14.02.2019
Ársfundur Lundar 2018 verður fimmtudaginn 21. febrúar n.k. kl. 16 í setustofu heimavistar.
Dagskrá ársfundar:
1. Ársreikningur Lundar skólaárið 2017/2018 til kynningar.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Lundar skólaárið 2017/2018.
3. Önnur mál.
Ársfundur Lundar er opinn þeim sem aðild eiga að Heimavist MA og VMA, s.s. íbúum Lundar, foreldrum og forráðamönnum íbúanna, kennurum og starfsmönnum framhaldsskólana á Akureyri auk þeirra starfsmanna sem starfa í húsakynnum Lundar.
13.02.2019
Það verður líf og fjör á heimavistinni í dag þegar við fáum á þriðja hundrað grunnskólanemendur í heimsókn en heimsóknin er hluti af kynningum framhaldsskólana MA og VMA. Nemendur koma úr grunnskólum nágrannasveitafélaga: Hrafnagilsskóla, Dalvíkurskóla, Þelamekurskóla, Grenivíkurskóla, grunnskólanum á Þórshöfn, Valsársskóla, Reykjahlíð, Blönduskóla, Stórutjörnum, Höfðaskóla og Þingeyjarskóla.
05.02.2019
Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri frumsýnir söngleikinn Bugsy Malón í Hofi föstudagskvöldið 8. febrúar n.k.. Eins og gefur að skilja taka fjölmargir þátt í uppfærslunni og eru íbúar okkar þar á meðal. Gert er ráð fyrir nokkrum sýningarkvöldum og eins og leikstjórinn Gunnar Björn G. benti á í viðtali þá er um viðamikla sýningu að ræða sem er myndræn, fjörug og skemmtileg. Hvetjum því alla til að fjölmenna.
01.03.2019
Ester María íbúi okkar hlaut á dögunum styrk úr Hvatningarsjóði Kviku en Ester er í húsasmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri. Við óskum henni að sjálfsögðu til hamingju.