Kosning til Heimavistarráðs skólaárið 2023-2024

Fjölmargir íbúar hafa sýnt áhuga á að starfa í Heimavistarráði í vetur sem er virkilega ánægjulegt. Af því tilefni boðum við alla íbúa Heimavistar að ganga til kosninga miðvikudagskvöldið 27. september frá kl. 20-21. Kosningin fer fram í setustofunni þar sem kjörseðlar verða á staðnum og hvetjum við íbúa til að taka þátt og velja fulltrúa til setu í Heimavistarráðinu. Heimavistarráð er hagsmunaráð íbúa og er skipað sjö heimavistarbúum, þremur fulltrúum úr röðum MA og þremur úr röðum VMA. Sjöundi fulltrúinn er sá sem fær flest atkvæði í kosningu án tillits til skóla.

Framboð til Heimavistarráðs

Framboð til Heimavistarráðs 2023-2024 Íbúar geta nú boðið sig fram til setu í heimavistarráði en heimavistarráð er hagsmunaráð íbúa og stendur fyrir ýmsum viðburðum og uppákomum fyrir íbúa yfir skólaárið. Hvetjum alla áhugasama til að að taka þátt og missa ekki af þessu tækifæri 🙂

Rýmiæfing/brunaæfing!

Á næstu dögum verður rýmiæfing á heimavistinni í samtarfi við starfsmenn frá Eldvarnaeftirliti Slökkviliðs Akureyrar. Við höldum rýmiæfingu reglulega til að vera eins vel undirbúin og hægt er ef til þess kemur að rýma þurfi húsnæðið vegna raunverulegs bruna. Hvetjum alla íbúa að taka þátt!

Starf í boði fyrir íbúa

Heimavistin auglýsir eftir íbúum til að aðstoða við þrif o.fl. (ryksuga, fylla á lagera o.s.frv.) nokkra tíma á viku eftir skóla (1-2 klst. í senn). Nánari upplýsingar veitir Rósa Margrét - rosa@heimavist.is