28.08.2024
Hjúkrunarfræðingur í MA
Auður Karen Gunnlaugsdóttir er hjúkrunarfræðingur MA og er með viðtalsherbergi í Gamla skóla. Auður er með viðtalstíma á þriðjudögum frá kl. 8-16 og á fimmtudögum frá kl. 8-12. Viðtalstímar hjá hjúkrunarfræðingi eru bókaðir á heimasíðu skólans. Einnig er velkomið að senda fyrirspurn á audur@ma.is
Hjúkrunarfræðingur í VMA
Ingibjörg Ingólfsdóttir er hjúkrunarfræðingur VMA og er með viðtalsherbergi í C-álmu (við hliðina á C09).
Ingibjörg er með viðtalstíma á þriðjudögum frá kl. 8-16 og á miðvikudögum frá kl. 12-16. Viðtalstímar hjá hjúkrunarfræðingi eru bókaðir á heimasíðu skólans. Einnig er velkomið að senda fyrirspurn á ingibjorg.osp.ingolfsdottir@vma.is.
22.08.2024
Þeir íbúar á nýju vist sem vilja fá litla hjólaskápa til að hafa undir smádót á baðherberginu þurfa að skrá sig í afgreiðslu.
Skáparnir verða settir fyrir framan herbergin í næstu viku.
22.08.2024
Gangafundir fyrir íbúa á Heimavist MA og VMA verða þriðjudaginn 27. ágúst.
Næsta þriðjudag ætlar starfsfólk heimavistar, hjúkrunarfræðingar MA og VMA og fulltrúar sem sátu í heimavistarráði síðasta skólaár að hitta íbúa og spjalla og eiga góða stund saman.
Það er skyldumæting á fundina og íbúar sem ekki sjá sér fært að mæta á tilgreindum tíma miðað við búsetu þurfa að láta starfsmann vita. Þeir íbúar fá úthlutað öðrum tíma.
Allir gangafundir verða á setustofunni sem er staðsett á gömlu vistinni:
Allir íbúar á 1. hæð kl. 16:30
Allir íbúar á 2. hæð kl. 17:00
Allir nýjir íbúar á 3. 4. og 5. hæð og allir nýjir íbúar á gömlu vist kl. 17:30.
Allir eldri íbúar á nýju vist og gömlu vist kl. 18:00.
Hlökkum til að funda með ykkur
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
06.08.2024
Hér eru ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa sem eru að flyta á heimavistina.
Þegar íbúar koma á heimavistina þurfa þeir að hafa með sér:
Sæng og kodda.
Sængurver, koddaver og lök.
Handklæði.
Rúmteppi ef vill.
Körfu eða annað hentugt undir óhreinan þvott.
Herðatré.
Leirtau, hnífapör og glös/könnur eru ekki til staðar á herbergjum.
Hlífðarlök eru til staðar og hægt að fá til skiptanna í anddyri. Athugið að hlífðarlak þarf að vera á rúmdýnu og einnig lak frá íbúa.
Íbúar fá þvottanet með tuskum og svampi. Íbúar fá þvottaefni til að þrífa herbergi og baðherbergi þar sem það á við. Ryksugur og moppur eru til staðar á hverri hæð fyrir sig.
Aðeins má hengja upp myndir eða annað á veggi með "kennaratyggjói" til að koma í veg fyrir að málningin skemmist. Bendum á að ekki er hægt að hengja upp ledborða.
Íbúar geta endurraðað húsgögnum en ekki er leyfilegt að leggja húsgögn á hliðina vegna hættu á skemmdum á gólfefni.
Íbúar á nýju vist hafa aðgang á herbergjum að örbylgjuofni og litlum ísskáp. Þeir íbúar sem eru á gömlu vist hafa ekki aðgang að ísskáp á herbergjum, en sumir koma með lítin kæliskáp með sér.
Íbúar geta fengið að geyma töskur á svokölluðu töskulofti. Þá er læst aðstaða í kjallara til að geyma skauta, skíði, skíðaklossa, hjól o.s.frv.
06.08.2024
Móttaka íbúa MA er þriðjudaginn 20. ágúst frá klukkan 13:00 til 18:00 og miðvikudaginn 21. ágúst frá klukkan 08:30 til 17:00. Skólasetning í MA miðvikudaginn 21. ágúst.
Húsaleigusamningar og önnur gögn verða send rafrænt út um miðja viku.
06.08.2024
Móttaka íbúa VMA er sunnudaginn 18. ágúst frá klukkan 13:00 til 18:00 og mánudaginn 19. ágúst frá klukkan 08:30 til 17:00. Á mánudag er gert ráð fyrir að allir nýnemar mæti í skólann. Kennsla hefst í VMA samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 20. ágúst.
Húsaleigusamningar og önnur gögn verða send rafrænt út um miðja viku.