Gangafundir fyrir íbúa á Heimavist MA og VMA verða þriðjudaginn 27. ágúst.
Næsta þriðjudag ætlar starfsfólk heimavistar, hjúkrunarfræðingar MA og VMA og fulltrúar sem sátu í heimavistarráði síðasta skólaár að hitta íbúa og spjalla og eiga góða stund saman.
Það er skyldumæting á fundina og íbúar sem ekki sjá sér fært að mæta á tilgreindum tíma miðað við búsetu þurfa að láta starfsmann vita. Þeir íbúar fá úthlutað öðrum tíma.
Allir gangafundir verða á setustofunni sem er staðsett á gömlu vistinni:
Allir íbúar á 1. hæð kl. 16:30
Allir íbúar á 2. hæð kl. 17:00
Allir nýjir íbúar á 3. 4. og 5. hæð og allir nýjir íbúar á gömlu vist kl. 17:30.
Allir eldri íbúar á nýju vist og gömlu vist kl. 18:00.
Hlökkum til að funda með ykkur
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA