Mötuneyti og þvottahús

Íbúar á Heimavistinni hafa val um að vera í fæði sjö daga vikunnar eða fimm virka daga og kaupa a.m.k. tvær máltíðir í mötuneytinu á dag:

1) Morgunmat og hádegismat

2) Morgunmat og kvöldmat 

3) Hádegismat og kvöldmat

Síðdegiskaffi er í boði eingöngu fyrir íbúa heimavistar. 

Minnum á að íbúar þurfa að sækja um mötuneytisþjónustu heimavistarinnar innan viku frá komu íbúa á heimavist.

Hér er hægt að skrá sig í mötuneytið með því að smella á  Umsókn um mötuneyti