Sækja þarf um á miðvikudegi, sé gestur væntanlegur um helgi.
Herbergisfélagi þarf að gefa leyfi sitt fyrir næturgesti með tölvupósti á rosa@heimavist.is
Ef gestgjafi, herbergisfélagi eða gestur eru yngri en 18 ára þarf að fá samþykki forráðamanna í tölvupósti á rosa@heimavist.is
Forráðamenn senda samþykki í tölvupósti á þjónustustjóra rosa@heimavist.is fyrir fimmtud.kvöld ef gisting er um helgi.
Næturgestir eru alfarið á ábyrgð gestgjafa sinna og verða því að fylgja reglum Heimavistar s.s. um áfengi, næði og aðra umgengni eins og íbúar. Ef þeir brjóta reglurnar er þeim umsvifalaust vikið burt.
Ekki er heimilt að hafa næturgesti á prófatíma.
Ekki er gefið leyfi fyrir gistingu ef viðkomandi býr á Akureyri.
Þjónustustjóri hefur rétt til að meta aðstæður hverju sinni hvort leyfi fæst fyrir næturgesti.
Við brot á ofangreindum reglum hefur íbúi afsalað sér réttindum til að fá næturgesti um óákveðin tíma.
Ef gestgjafi er lögráða (18 ára) er nóg að sækja um með eins sólarhrings fyrirvara. Gestgjafi þarf að sjá til þess að ef gestur eða herbergisfélagi er ekki lögráða, hafi öll leyfi borist fyrir fimmtudagskvöld ef gestakoma er um helgi.