Tölvureglur Heimavistar MA og VMA
- Netaðgangur er innifalinn í húsaleiguverði. Aðgangur að nettengingu er ótakmarkaður.
- Netið er opið allan sólarhringinn fyrir íbúa.
- Verði notandi uppvís að niðurhali eða öðru sem hefur áhrif á aðra notendur s.s. að dreifa efni um aðra að þeim forspurðum er mögulegt að aðgangi viðkomandi verði lokað tímabundið bregðist hann ekki við áminningu. Sé um alvarlegt brot að ræða getur það leitt til þess að viðkomandi sé vikið af heimavist.
- Fyllstu persónuleyndar verður gætt við meðhöndlun notendaupplýsinga og verður aðgangur stjórnenda takmarkaður við tilfelli þar sem óleyfilegt athæfi á sér stað.
- Óleyfilegt er:
- Að nota aðgang að neti Heimavistar MA og VMA til þess að reyna að komast ólöglega inn á net eða tölvur í eigu annarra.
- Að nota aðgang að neti Heimavistar MA og VMA til að að dreifa viðkvæmu efni um aðra íbúa að þeim forspurðum.
- Að nota forrit á neti Heimavistar MA og VMA sem hægt er að nota til innbrota eða annarra skemmdarverka.
- Að afrita hugbúnað eða gögn í eigu annarra án leyfis eiganda.
- Að vísa á, senda, sækja eða geyma allt ólöglegt efni, þ.m.t. notkun deiliforrita og ólöglegs ofbeldisefnis.
- Að misnota netið og tengja við það búnað á þann hátt að það hafi áhrif á notkunarmöguleika annarra.
- Að rægja eða lítilsvirða nafngreinda menn eða hópa eða dreifa upplýsingum sem eru beinlínis rangar.
- Með öllu er óheimilt að skrá tæki sem sitt eigið sem er í eigu annars íbúa.
- Heimavist MA og VMA áskilur sér rétt til að takmarka fjölda tækja sem hægt er að skrá á hvern notenda.
Brot á þessum reglum geta leitt til lokunar á aðgangi að tengingu Heimavistar MA og VMA og sé um mjög alvarlegt og /eða endurtekið brot að ræða - brottvísun af heimavist.