30.08.2015
Nú styttist í að Menntaskólinn á Akureyri hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans.
Heimavistin verður opnuð fyrir innritun þriðjudaginn 8. september frá klukkan 13:00 til 20 og miðvikudaginn 9. september frá klukkan 08:30 til 18.
Skólasetning Menntakólans á Akureyri verður miðvikudaginn 9. september.
Íbúar fá leigusamninga og önnur gögn send viku fyrir upphaf skóla.
26.08.2015
María Albína Tryggvadóttir hjúkrunarfræðingur heimavistar verður með viðtalstíma á mánudögum frá kl. 15.30 - 16.30 og á fimmtudögum frá kl. 12-13. Hjúkrunarfræðingur er með viðtalstímana í herbergi á skrifstofugangi. Sími hjúkrunarfræðings er 455 1611.
20.08.2015
Minnum íbúa, foreldra og forráðamenn á að hægt er að ná í starfsmann á vakt allan sólarhringinn. Númerið er 899 1602 eða 455 1602.
06.08.2015
Nú styttist í að Verkmenntaskólinn hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans.
Heimavistin verður opnuð fyrir innritun þriðjudaginn 18. ágúst frá klukkan 13:00 til 20 og miðvikudaginn 19. ágúst frá klukkan 08:30 til 18.
Stundatöflur nemenda verða afhentar miðvikudaginn 19. ágúst.
Íbúar fá leigusamninga og önnur gögn send viku fyrir upphaf skóla.
04.08.2015
Skrifstofa heimavistar var opnuð í morgun og var þegar byrjað að taka inn íbúa af biðlista. Ekki er enn búið að ráðstafa öllum herbergjum á heimavistinni næsta skólaár og því hvetjum við áhugasama að hafa samband við okkur á skrifstofunni eða að senda okkur tölvupóst á heimavist@heimavist.is
20.08.2015
Minnum íbúa, foreldra og forráðamenn á að hægt er að ná í starfsmann á vakt allan sólarhringinn. Númerið er 899 1602 eða 455 1602.