31.10.2013
Minnum foreldra og forráðamenn á að hægt er að ná í starfsmann á vakt allan sólarhringinn. Númerið er 899 1602 eða 455 1602.
16.10.2013
Kosning í Heimavistarráð hefur farið fram og var Ágúst Gestur Guðbjargarson kosinn forseti . André Sandö fékk kosningu í embætti varaforseta og Eyrún Þórsdóttir í embætti ritara. Við óskum þeim öllum til hamingju.
11.10.2013
Kosning hefur farið fram í Heimavistarráð MA og VMA fyrir veturinn 2013 – 2014.
Við bjóðum nýja fulltrúa velkomna og óskum þeim velfarnaðar í þeim fjölmörgu störfum sem þeir taka að sér í þágu íbúanna. Úrslit kosninganna er sem hér segir í stafrófsröð:
André Sandö
Ágúst Gestur Guðbjargarson
Dion Helgi Duff Hrafnkelsson
Eyrún Þórsdóttir
Kristín Júlía Ásgeirsdóttir
Lilja Björg Jónsdóttir
Pálmi John Price Þórarinsson
03.10.2013
Tveir íbúar heimavistarinnar þær Agnes Ósk Hreinsdóttir og Elva Dögg Káradóttir fengu Forsetamerki skátahreyfingarinnar afhent við hátíðlega athöfn laugardaginn 28. september s.l. Forseti Íslands afhenti Forsetamerkið við hátíðlega athöfn í Bessastaðakirkju en merkið er veitt fyrir sérstakan árangur í skátastarfi. Alls voru átján skátar sem fengu forsetamerkið afhent.