20.09.2024
Ungmennahús er upplýsinga- og menningarmiðstöð fyrir ungt fólk frá 16 ára aldri. Ungmennahús er á 4. hæð í Rósenborg og opnunartíminn er: þriðjudagar og fimmtudagar 17-22. Boðið er upp á innihaldsríka og uppbyggilega starfsemi á sviði menningar, lista, fræðslu og tómstunda. Í Ungmennahúsi eru starfandi ýmsir hópar og klúbbar. Boðið er upp á ráðgjöf og stuðning fyrir ungt fólk um ýmis mál. Við hvetjum íbúa okkar að kynna sér starfsemina sem er í boði í vetur!
13.09.2024
Þó nokkuð margir íbúar hafa sýnt áhuga á að starfa í Heimavistarráði í vetur sem er virkilega ánægjulegt. Af því tilefni boðum við alla íbúa Heimavistar að ganga til kosninga þriðjudagskvöldið 17. september frá kl. 20-21. Kosningin fer fram í setustofunni þar sem kjörseðlar verða á staðnum og hvetjum við íbúa til að taka þátt og velja fulltrúa til setu í Heimavistarráðinu. Heimavistarráð er hagsmunaráð íbúa og er skipað sjö heimavistarbúum, þremur fulltrúum úr röðum MA og þremur úr röðum VMA. Sjöundi fulltrúinn er sá sem fær flest atkvæði í kosningu án tillits til skóla.
13.09.2024
Á næstu dögum verður rýmiæfing á heimavistinni í samtarfi við starfsmenn frá Eldvarnaeftirliti Slökkviliðs Akureyrar.
Við höldum rýmiæfingu reglulega til að vera eins vel undirbúin og hægt er ef til þess kemur að rýma þurfi húsnæðið vegna raunverulegs bruna.
Hvetjum alla íbúa að taka þátt þegar kerfið fer í gang!
04.09.2024
Kæru íbúar og forráðafólk. Við bendum á að mikilvægt er að hlaða niður húsaleigusamningnum af signet.is og eiga hann tiltækan í tölvu á pdf formi. Þannig getið þið sótt um húsnæðisbætur. Ólögráða íbúar / forráðamenn íbúa sækja um hjá sínu sveitarfélagi, þar sem viðkomandi hefur lögheimili. Þeir íbúar sem hafa náð 18 ára aldri þurfa að sækja um húsnæðisbætur í gegnum HMS. Athugið að ef viðkomandi nær 18 ára aldri yfir skólaárið þarf að sækja um í afmælismánuði.