29.01.2014
Nú er prófum í MA lokið og MA íbúar að hefja nám á vorönn. VMA íbúar hófu sína vorönn í byrjun ársins. Við taka hefðbundnir dagar á heimavistinni þar sem almennar reglur um aga og umgengni gilda.
09.01.2014
Kæru íbúar.
Nú er próftími á heimavistinni og þá gilda ákveðnar reglur hjá okkur:
• Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn.
• Ekki er heimilt að hafa næturgesti meðan á próftíma stendur.
• Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00.
• Á próftíma er drykkur alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar.
• Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði.
• Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð.
• Reglum lýkur að loknum síðasta reglulega prófdegi.
• Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði .
Sýnum öll tillitsemi
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA