Gleðilega hátíð

Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar. Heimavistin verður opnuð eftir jólafrí sunnudaginn 5. janúar kl. 12.

Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Brautskráning verður frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag og hefst athöfnin kl. 10:00. Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn ☺️

Heimavistin er lokuð yfir hátíðarnar

Heimavistin er lokuð yfir jól og áramót. Við lokum húsnæðinu kl. 12:00 á hádegi, laugardaginn 21. desember og opnum aftur eftir jólafrí sunnudaginn 5. janúar kl. 12:00. Við óskum íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla. Sjáumst kát á nýju ári. Starfsfólk Heimavistar MA og VMA.

Tilkynning frá þvottahúsinu

Íbúar vinsamlegast athugið að síðasti dagur til að fara með óhreinan þvott í þvottahúsið er á miðvikudaginn 18. desember. Minnum íbúa á að læsa ávalt þvottahólfinu sínu. Munið eftir að tæma hólfið reglulega. Athugið með hreinan þvott áður en farið er heim í jólafrí.

Reglur á próftíma hafa nú tekið gildi

Næðistími á Heimavistinni í próftíð hefur tekið gildi. - Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn. - Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. - Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur. - Tónlist og sjónvörp á herbergjum og á setustofu mega alls ekki valda ónæði. - Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð Hafið samband við starfsmann í vaktsíma 899-1602 ef þið verðið fyrir ónæði. Gangi ykkur vel i prófunum Sýnum öll tillitssemi Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Glæsilegt jólahlaðborð Heimavistarráðs 2024

Glæsilegt jólahlaðborð Heimavistarráðs framundan. Jólahlaðborð Heimavistarráðs verður haldið miðvikudagskvöldið 4. desember n.k. frá kl. 17.30-19.30 fyrir alla íbúa. Óháð því hvort íbúi er skráður í kvöldmat eða ekki, allir velkomnir. Boðið verður upp á glæsilegan matseðil í skreyttum matsal og við hvetjum íbúa til að mæta í snyrtilegum klæðnaði enda tilefnið hátíðlegt.

Heimavistin er lokuð yfir jól og áramót

Heimavistin er lokuð yfir jól og áramót. Við lokum húsnæðinu kl. 12:00 á hádegi, laugardaginn 21. desember og opnum aftur eftir jólafrí sunnudaginn 5. janúar kl. 12:00.

Uppsagnir á húsaleigusamningum fyrir þá íbúa sem hætta námi um áramót

Athygli er vakin á að uppsögn á húsaleigusamningi við annarskil hjá bæði MA og VMA íbúum er 30. nóvember n.k. Skila þarf skriflegri uppsögn fyrir þann tíma til að komast hjá því að greiða húsaleigu eftir annarskil. Best er að senda tölvupóst. Þeir íbúar sem hætta námi um annarskil vegna ófullnægjandi námsframvindu þurfa að senda skriflega uppsögn í tölvupósti um leið og niðurstaða annarprófa liggur fyrir. Athugið að við þessar aðstæður er uppsagnarfresturinn einn mánuður eftir annarskil. Uppsagnir skal senda á netfangið rosa@heimavist.is

Opið fyrir umsóknir vorið 2025

Nú er hægt að sækja um heimavist fyrir vormisseri 2025. Sótt er um á heimasíðunni - Umsókn um heimavist. Í kjölfarið verður haft samband við umsækjendur. Bendum á að þeir sem eru þegar íbúar á heimavistinni þurfa ekki að sækja um.

Bíó í kvöld á setustofunni - varúð hrollvekja!

Í kvöld ætlar heimavistarráð að bjóða upp á bíókvöld á setustofunni. Sýning hefst kl 20:30. Hryllingsmynd verður sýnd í takti við hrekkjavökuna sem er að bresta á 🍂