Glæsilegt jólahlaðborð Heimavistarráðs 2024

Glæsilegt jólahlaðborð Heimavistarráðs framundan.
Jólahlaðborð Heimavistarráðs verður haldið miðvikudagskvöldið 4. desember n.k. frá kl. 17.30-19.30 fyrir alla íbúa. Óháð því hvort íbúi er skráður í kvöldmat eða ekki, allir velkomnir. Boðið verður upp á glæsilegan matseðil í skreyttum matsal og við hvetjum íbúa til að mæta í snyrtilegum klæðnaði enda tilefnið hátíðlegt.