29.03.2016
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um Heimavist MA og VMA fyrir skólaárið 2016-2017.
24.03.2016
Við óskum íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Heimavistin verður opnuð aftur mánudaginn 28. mars kl. 12.
15.03.2016
Senn líður að páskafríi íbúa en báðir framhaldsskólarnir MA og VMA eru með síðasta kennsludag fyrir páska föstudaginn 18. mars. Heimavistin verður því lokuð frá kl. 12 á hádegi laugardaginn 19. mars. VMA byrjar kennslu eftir páska þriðjudaginn 29. mars en MA miðvikudaginn 30. mars. Heimavistin verður því opnuð eftir páskafrí mánudaginn 28. mars kl. 12
11.03.2016
Heimavistarráð stendur fyrir páskabingói þriðjudagskvöldið 15. mars. Glæsileg páskaegg verða í boði fyrir heppna íbúa.
02.03.2016
Heimavistarráð stendur fyrir FIFA fóboltamóti miðvikudagskvöldið 2. mars. Mótið verður á setustofunni og hefst kl. 20.00. Glæsilegir vinningar verða í boði.
01.03.2016
Fræðsluerindi á Heimavist MA og VMA fimmtudaginn 3. mars n.k. kl. 16 á setustofunni.
Þóroddur Bjarnason prófessor við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri flytur erindi um framtíðarþróun í skóla- og byggðamálum undir yfirskriftinni: Menntun í heimabyggð og framtíð heimavista.
Allir velkomnir og léttar kaffiveitingar í boði