Gleðilega hátíð

Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar. Heimavistin verður opnuð eftir jólafrí þriðjudaginn 3. janúar kl. 12.

Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í dag

Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.

Húsnæðisbætur áður húsaleigubætur

Athygli er vakin á því að ný lög um húsnæðisbætur taka gildi 1. janúar n.k. Við þessi nýju lög taka húsnæðisbætur við af húsaleigubótum. Nánari upplýsingar er að finna á www.husbot.is

Heimavistin lokuð um jól og áramót

Heimavistinni verður lokað kl. 12 miðvikudaginn 21. desember. Við opnum aftur eftir áramót þriðjudaginn 3. janúar kl. 12. Minnum íbúa á að ganga vel frá herbergjum áður en haldið er heim í jólafrí.

Próf í VMA - umgengni á próftíma

Próftími á heimavist hefst 3.desember. Á próftíma gilda ákveðnar reglur: Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn. Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur. Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar. Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði. Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð. Reglulegum próftíma lýkur 13. desember. Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði. Gangi ykkur vel i prófunum og sýnum öll tillitssemi.

Glæsilegt jólahlaðborð Heimavistarráðs 2016

Jólahlaðborð Heimavistarráðs verður haldið miðvikudagskvöldið 30. nóvember frá kl. 17.30-19.30. Íbúum heimavistarinnar verður boðið upp á glæsilegan matseðil í skreyttum matsal. Íbúar eru hvattir til að mæta í snyrtilegum klæðnaði enda tilefnið hátíðlegt.

Laufabrauðsgerð Heimavistarráðs

Heimavistarráð stendur fyrir laufabrauðsgerð fimmtudaginn 24. nóvember kl. 20 í matsalnum. Íbúar hvattir til að mæta og hjálpast að við að skera út kökur sem verða síðan í boði á jólahlaðborðinu.

Uppsagnir við annarlok

Athygli er vakinn á því að uppsagnarfrestur húsaleigusamninga við annarskil er einn mánuður m.v. næstu mánaðarmót frá uppsögn samningsins. Þetta á eingöngu við þá nemendur sem hætta námi. VMA-íbúar sem eru að hætta námi í lok desember verða að skila skriflegri uppsögn fyrir 30. nóvember til að komast hjá því að greiða húsaleigu eftir áramót. Þeir VMA-íbúar sem hætta námi um annarskil vegna ófullnægjandi námsframvindu eiga að senda skriflega uppsögn til undirritaðrar um leið og niðurstaða annarprófa er ljós. Við þessar aðstæður er uppsagnarfresturinn einn mánuður frá næstu mánaðarmótum/áramótum og þeir munu því þurfa að greiða húsaleigu fyrir janúar. MA-íbúar sem ljúka námi í janúar verða að skila skriflegri uppsögn í desember eða fyrr ef hægt er. Þeir sem hætta námi um annarskil vegna ófullnægjandi námsframvindu eiga að senda skriflega uppsögn til undirritaðrar um leið og niðurstaða annarprófa er ljós Við þessar aðstæður er uppsagnarfresturinn einn mánuður frá næstu mánaðarmótum og þeir munu því þurfa að greiða húsaleigu fyrir febrúar. Uppsagnir skal senda á netfangið: rosa@heimavist.is

Heimavistarráð - fyrsti viðburður vetrarins

Föstudaginn 4. nóvember nk. verður myndin "The brothers Grimsby" sýnd kl. 20:00 á setustofu heimavistar. Mætum öll í bío!

Nýtt heimavistarráð veturinn 2016-2017

Nýtt heimavistarráð fyrir skólaárið 2016-2017 hefur tekið til starfa. Hér má sjá fulltrúana: Formaður - Ásdís Birta Árnadóttir - MA Varaformaður - Ívar Breki Benjamínsson - MA Guðbrandur Máni Filippusson - VMA Kristín Anítudóttir - MA Orri Þórsson - VMA Telma Lind Bjarkardóttir - MA Þorgeir Ingvarsson - MA Starfsfólk Heimavistar óskar þeim til hamingju með nýju embættin og góðs gengis og samstarfs í vetur.