Veður og ófærð

Vegna veðurs verður opnunartími heimavistar lengdur til kl. 20:00 laugardag 18. desember (lengur ef þess er þörf) Ef einhverjir  íbúar verða enn veðurtepptir þá, verður heimavistin opin til gistingar aðfaranótt sunnudags. A.T.H. á aðeins við ef íbúi er enn veðurtepptur.       Allir þeir sem enn eru á vistinni og telja sig þurfa að vera lengur en til kl. 13:00 laugardag 18. des  verða að skrá sig hjá vaktmanni fyrir þann tíma.

Enginn titill

JÓLAFRÍ Vistinni verður lokað kl.13:00 laugardag 18.des., þá eiga allir að vera farnir heim í JÓLAFRÍ. Heimavistin verður opnuð aftur eftir jólafrí mánudaginn 3. janúar, kl. 09:00 A.T.H.    A.T.H.    A.T.H. A.T.H. Áður en þið yfirgefið herbergin, gangið úr skugga um að engin rafmagnstæki séu í sambandi, gluggar lokaðir, ofnar stilltir á 3, að ekki leki úr vatnskrönum og að herbergi séu hrein og snyrtileg. Ekki gleyma að tæma rusladalla og fara með rusl út í gám. P.s. munið eftir að taka með ykkur jólagjafirnar, sparifötin og skó sem þið þurfið að nota um jólin, því að það er of seint að bjarga málunum á Þorláksmessu ef þið gleymið einhverju.   Gleðileg jól.        Starfsfólk Lundar  

Afsökunarbeiðni rútufyrirtækis

Óskar Stefánsson framkvæmdastjóri Bíla og fólks ehf. hefur í dag sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna fréttar, sem beindi grun að nemendum MA og VMA fyrir nokkru: "Vegna fréttatilkynningar sem send var út frá fyrirtækinu Bílum og fólki ehf. mánudaginn 15. nóvember s.l. um að einhverjir farþegar hefðu gert þarfir sýnar á gólf bifreiðarinnar meðan rútan var í áætlunarferð frá Reykjavík til Akureyrar, óskar fyrirtækið að eftirfarandi verði komið á framfæri. Vegna orðalags tilkynningarinnar um að farþegunum hafi verið hleypt út við heimavist Menntaskólans á Akureyri þá hafa bæði fréttamenn og aðrir ályktað sem svo að hér hafi annað hvort menntaskóla- eða verkmenntaskólakrakkar verið hér að verki. Samkvæmt áræðanlegum upplýsingum og eftir rannsókn fyrirtækisins þá eiga nemendur í hvorugum þessa skóla nokkra sök á þessum verknaði og höfðu enga vitneskju um hann fyrr en að fréttatilkynningin kom í fréttum dagblaða og víðar. Fyrirtækið biður nemendurna sem og aðra farþega afsökunar á því ónæði sem fyrirtækið hefur valdið þeim með fréttatilkynningunni og vonar að góð og farsæl viðskifti megi haldast áfram óbreytt hér eftir sem hingað til. Virðingarfyllst, fh. Bíla og fólks ehf. Óskar Stefánsson."

Mikilvæg skilaboð frá þvottahúsi!

Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að athuga hvort þeir séu með þvott hjá sér sem þeir eiga ekki, og koma með hann niður í þvottahús fyrir jólafrí. Það bráðvantar eina hvíta skyrtu og sokkapoka með hvítum sokkum í og er sá sem gæti verið með hann beðinn um vinsamlegast að skila honum strax niður í þvottahús!! 

Jólahlaðborð

Jólahlaðborð fyrir íbúa heimavistar verður haldið 1. desember. Snyrtilegur klæðnaður er skylda Smellið á lesa meira til að sjá matseðil

Nemendur hafðir fyrir rangri sök

Í fréttum að undanförnu hefur verið haft hátt um að menntaskólanemar á leið til Akureyrar með rútu, þar sem þeir fóru út við Heimavist MA og VMA, hafi kúkað í aftursætið á rútunni. Að sjálfsögðu vekur fréttaburður af þessu tagi athygli og hundruð nemenda í báðum þessum skólum auk þeirra hundraða sem búa á Heimavist hafa að sjálfsögðu verið bendluð við athæfið. Fjallað er um þetta sem nýjung, enda hafi sjóaður rútubílstjóri aldrei kynnst þvílíku á ferðum sínum. Rannsókn hefur nú leitt í ljós að þeir nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskólanum á Akureyri sem voru farþegar með rútunni í umrætt sinn eiga engan, nákvæmlega engan þátt í því sem þarna er lýst. Hvorugur skólanna né Heimavist þeirra tengjast þessum atburði á einn eða neinn hátt. Blaðamennskan að baki þessari frétt er vissulega ámælis- og vítaverð, en það hlýtur að teljast ábyrgðarhluti af hálfu rútufyrirtækisins að bera út fregn sem þessa og varpa þar með sök á skólana báða, nemendur þeirra og heimili þeirra, Heimavistina. Því væri eðlilegt að telja að fyrirtækið Bílar og fólk ehf., sem ekur á milli Akureyrar og Reykjavíkur undir merkjum Sterna, skuldi skólunum, Heimavistinni og nemendunum öllum afsökun og bætur fyrir þennan áburð og komi fram með jafnskýrum hætti til að bera fregnina til baka og henni var komið á flug.

Vídeókvöld í setustofunni

Miðvikudaginn 17. nóvember klukkan 21:00 verður vídeókvöld í setustofunni. Allir að mæta :-) 

Keppni í umgengni milli kynja

Hefst á morgun þriðjudaginn 9. nóvember í mötuneytinu  Megi betra kynið vinna! 

Mikilvæg skilaboð frá þvottahús gellunum

Það er mikið af óskilamunum niðri í þvottahúsi (þó aðallega eyrnatappar fyrir MP3 spilara). Þið sem eigið þetta eru vinsamlegast beðin um að kíkja niður og sækja það. Síðan skal bent á að fötin sem eru á hillunum frammi eru óskilaföt sem er BANNAÐ að taka nema að þið eigið þau! Takið þið föt sem ekki eru ykkar telst það þjófnaður!

Nýtt heimavistarráð tekið til starfa

Nýtt heimavistarráð er tekið til starfa. Í heimavistarráði 2010-2011 eru: Jóhannes Ingi Torfasson - Forseti Sigríður Jónsdóttir - Varaforseti Ellen Sif Skúladóttir - Ritari Kristín Halla Eiríksdóttir - Fjármálafulltrúi Jónas Þór Karlsson - Vefstjóri Freydís Rósa Vignisdóttir - Andlegur leiðtogi Eygló Yngvadóttir - Lukkudýr Við munum kynna okkur og málstað okkar betur í næstu viku. Góðar tillögur eru vel þegnar. Netfangið okkar er heimavistarrad@heimavist.is