Vistinni verður lokað kl.13:00 laugardag 18.des., þá eiga allir að vera farnir heim í JÓLAFRÍ.
Heimavistin verður opnuð aftur eftir jólafrí mánudaginn 3. janúar, kl. 09:00
A.T.H. A.T.H. A.T.H.
A.T.H. Áður en þið yfirgefið herbergin, gangið úr skugga um að engin rafmagnstæki séu í sambandi, gluggar lokaðir, ofnar stilltir á 3, að ekki leki úr vatnskrönum og að herbergi séu hrein og snyrtileg.
Ekki gleyma að tæma rusladalla og fara með rusl út í gám.
P.s. munið eftir að taka með ykkur jólagjafirnar, sparifötin og skó sem þið þurfið að nota um jólin, því að það er of seint að bjarga málunum á Þorláksmessu ef þið gleymið einhverju.
Gleðileg jól.
Starfsfólk Lundar