21.09.2010
Kæru íbúar! Hafið þið áhuga á að starfa í heimavistarráði?
Óskað er eftir framboðum í heimavistarráð fyrir veturinn 2010-2011 !
Skila skal framboðum í kjörkassann í lobbýinu fyrir klukkan 22:00 fimmtudaginn 23.september.
10.09.2010
Heimvistin verður opin til innritunar fyrir nemendur
MA.
laugardaginn 11. september frá kl. 14 til kl
18
sunnudaginn 12. september frá kl. 12 til kl.
20.
mánudaginn 13. september frá kl. 09 til kl.
22.
Til að auðvelda og flýta fyrir innskráningu viljum við minna
ykkur á að hafa með leigusamninga og fylgibréf útfyllt og undirrituð.
1) Fyrir hvert eintak af leigusamningi þarf að fylla út:
- Hvaða greiðslufyrirkomulag þú velur en í boði eru tveir
kostir.
- Undirrita samninginn. Sért þú ekki lögráða (18 ára)
þarf forráðamaður þinn að undirrita samninginn.
- Fá tvo vitundarvotta til að undirrita húsaleigusamninginn.
- Tilgreina hvert endurgreiða skuli tryggingargjaldið í lok leigutíma.
2) Annað eintakið af reglum um aga og umgengni þarf einnig að
undirrita af íbúa og forráðamanni. Hitt eintakið er ætlað foreldrum og forráðamönnum.
3) Annað eintakið af bréfi húsbónda.
Hitt eintakið er ætlað foreldrum og forráðamönnum.
Öll eintökin af húsaleigusamningi, annað eintakið af reglum um aga og umgengni og annað
eintakið af bréfi húsbónda skal afhendast við komu á vistina gegn afhendingu lykla að húsnæðinu.
Lundur mun sjá um að þinglýsa húsaleigusamningum. Gerð og
þinglýsing húsaleigusamnings og vottorð viðkomandi skóla um skólavist eru innifalin í staðfestingar- og skráningargjaldinu sem innheimt var
í sumar.
Lundur mun sjá um að senda þinglýstan húsaleigusamning og vottorð um skólavist til
foreldra/forráðamanna. Þau gögn eru notuð við umsókn um húsaleigubætur í sveitarfélaginu við lögheimili
nemandans. Mikilvægt er að sækja um húsaleigubætur sem fyrst svo þær verði greiddar fyrir alla mánuði samningsins.
15.08.2010
Ágæti íbúi á heimavist Lundar.
Þegar nemendur Verkmenntaskólans flytja inn á vistina í næstu viku
þurfa þeir að búa fyrst um sinn í öðrum herbergjum en þeir hafa fengið ráðastafað fyrir veturinn.
Ástæðan er sú að hótelrekstraraðilinn, sem starfrækir Hótel Eddu í húsakynnum Lundar yfir sumarið, verður með hluta af
húsakynnum Lundar þegar íbúar VMA koma á vistina.
Dagana 30. ágúst til 2. september munu íbúar VMA flytja sig um set í
þau herbergi sem þeir hafa fengið úthlutað skv. húsaleigusamningi.
Við komuna á vistina mun húsbóndi upplýsa íbúana hvar
þeir muni búa fyrst um sinn.
ALLIR ÍBÚAR VMA MUNU BÚA FRÍTT Á HEIMAVISTINNI FRAM TIL 1.
SEPTEMBER J
Þar sem búið verður þröngt fram til mánaðarmóta
biðjum við þá íbúa sem geta, að geyma heima stærri hluti (ekki bráðnauðsynlega) þar til endanlegum herbergjum verður
úthlutað. Að sjálfsögðu getum við tekið í geymslu stærri hluti (og kassa) fyrir þá íbúa sem koma
langt að og fara sjaldan heim.
Við vonum að íbúar Lundar og aðstandendur þeirra sýni
þessum aðstæðum skilning en rekstur sumarhótels í húsakynnum Lundar á stóran þátt í að gera Lundi unnt að
fjármagna og reka heimavist á Akureyri fyrir 330 nemendur á myndarlegan og metnaðarfullan hátt.
Mötuneytisþjónusta verður starfrækt í matsal vistarinnar frá
fyrsta degi en matmálstímar verða kynntir sérstaklega þegar íbúarnir koma á vistina.
Þvottaþjónusta fyrir íbúana verður einnig starfrækt á
vistinni frá fyrsta degi. Við viljum ítreka að allur þvottur þarf að vera vel merktur.
22.06.2010
Sumarfrí starfsmanna heimavistar Lundar er frá 23.
júní - 3. ágúst.
Hér að neðan má lesa svör við helstu
spurningum sem brenna á umsækjendum um heimavist.
Svör við umsóknum fara í póst dagana 23. - 24.
júní.
Greiðlsuseðlar berast frá banka nokkrum dögum síðar.
Eindagi greiðsluseðla er 20. júlí.
Tekið verður inn af biðlista 5. - 7. ágúst.
Séróskir, t.d. um herbergisfélaga verða að hafa borist fyrir 1.
ágúst.
Ekki verður raðað á herbergi fyrr en eftir 5. ágúst.
Leigusamningar og aðrir pappírar verða sendir viku fyrir upphaf
skóla.
Þvottanúmer nýrra íbúa heimavistar berast einnig viku fyrir
upphaf skóla.
Gengið er frá skráningu í mötuneyti við komu á
heimavist.
Ef greiðsluseðill berst ekki er hægt að greiða
staðfestingar- og tryggingagjald inn á reikning Lundar að upphæð kr. 27.000. Bankaupplýsingar: 0302-26-106252. Kennitala Lundar: 630107-0160. Mikilvægt er að
kennitala verðandi íbúa komi fram sem skýring við greiðslu.
Staðfestingar og tryggingagjald fæst ekki endurgreitt ef
hætt er við búsetu á heimavist.
20.05.2010
Umsókn um heimavist fyrir
skólaárið 2010 - 2011
Hér til hliðar má finna umsókn um heimavist fyrir veturinn
2010-2011. Þegar hún hefur verið fyllt út þarf að koma henni hingað til okkar á heimavistina Það má gera það á
þrennan hátt.
Með pósti og þá stílað á Lundur heimavist
MA/VMA Eyrarlandsvegi 28, 600 Akureyri og bt. Sigmundar
Með tölvupósti á netfangið sigmundur@heimavist.is og þarf
þá að fylla út umsóknareyðublað og senda sem viðhengi.
Nú eða bara með því að koma og afhenda starfsmanni
umsóknina og líta á húsakynni í leiðinni.
Núverandi íbúar eru beðnir um að skila umsóknum
í anddyri eða til húsbónda.
A.T.H. Allar séróskir t.d. um herbergi, herbergisfélaga,
nágranna eða aðrar óskir þurfa að koma fram á umsókn eða berast á netfangið sigmundur@heimavist.is ekki
síðar en 1. ágúst.
Viljum við sérstaklega benda nýnemum á að senda inn
sínar óskir á netfangið hér að ofan þar sem aðeins er boðið upp á að haka við heimavist á rafrænni umsókn um
skólavist en ekki tilgreina óskir.
Umsóknarfrestur er til 11. júní.
Húsaleigu verðskrá fyrir skólaárið 2010 til 2011 er
nú komin
og
má sjá hana á umsókn um heimavist
05.05.2010
Elsku bestu vistarbúar!
Ennþá virðast fötin okkar og sokkapokarnir hlaupa í burtu ! Núna fyrir stuttu týndi ein stelpa hérna á vistinni sokkapokanum
sínum með næstum því öllum nærfötunum! Og hún vill endilega fá þau aftur .. Svo gellurnar í
þvottahúsinu vilja biðja alla íbúa um að muna það að ef þú færð eitthvað í hólfið
þitt sem þú átt ekki sjálfur að vinsamlegast skila því aftur í þvottahúsið! Svo endilega ef þú
átt föt, sokkapoka eða eitthvað álíka inná hjá þér sem að er ekki í þinnu eigu að skokka með það aftur
niður í þvottahús :) .. Það er ekkert gaman að eiga næstum engin nærföt til að fara í, og þar sem að við flest erum
frekar fátækir námsmenn þá er ekkert mjög sniðugt að þurfa alltaf að kaupa ný og ný föt bara vegna þess að
fólk nennir ekki að skokka með þau föt sem eru ekki í þeirra eigu niður í þvottahús! svo bara enn og aftur: muna
að fara með allt sem ekki er í ykkar eigu niður í þvottahús!
*knúúúúúúúúúús*
01.03.2010
Stelpur Stelpur !
Miðvikudagskvöldið 3.mars verður konukvöld á vistinni! Setustofan opnar klukkan 20:00 en
kvöldið sjálft hefst klukkan 20:15.
Leikir, keppnir og margt fleira skemmtilegt verður í gangi.
Margt gómsætt verður í boði :)
Nokkrir karlkyns aðilar munu sýna"sixpakkið" :)
Vonumst til að sjá ykkur sem flestar..
09.02.2010
Kæru karlkyns íbúar !
Miðvikudaginn 17.febrúar n.k verður karlakvöld á heimavistinni ! Húsið
opnar 20:00 og kvöldvakan sjálf hefst klukkan 20:15!
Við hvetjum alla karlkynsaðila til að mæta ! Snakk og fleira verður í boði.
Vonumst til að sjá sem flesta !
Kannski fáið þið eitthvað svona? Hver veit ? :D
07.02.2010
Elsku bestu heimasíðugestir.
Ég setti nokkrar myndir frá þorrablótinu hérna inn á síðuna. En allar myndirnar má sjá á
http://sunnamj.123.is/album/default.aspx?aid=170725 .
-- frk. fjölmiðlafulltrúi.
03.02.2010
Elsku dúllurnar okkar! Við viljum biðja ykkur um að koma í snyrtilegum klæðnaði
á þorrablótið. Við erum samt ekkert að tala um að þið þurfið að koma í árshátíðarfötunum, heldur bara
snyrtilega klædd.