26.09.2018
Nýtt heimavistarráð fyrir skólaárið 2018-2019 hefur verið skipað og verður fyrsti fundur ráðsins á næstu dögum en þá verður einnig skipað í embætti. Fulltrúar í heimavistarráði þetta skólaár eru:
Daði Þór Jóhannesson
Freydís Þóra Bergsdóttir
Guðrún Katrín Ólafsdóttir
Gunnlaugur Gylfi Bergþórsson
Margrét Fríða Hjálmarsdóttir
Símon Birgir Stefánsson
Stefán Bogi Aðalsteinsson
Starfsfólk Heimavistar óskar nýjum fulltrúum í heimavistráði til hamingju og góðs gengis og samstarfs í vetur.
24.09.2018
Gabríel Arnarson íbúi á heimavist vann til tvennra gullverðlauna um helgina á Norðurlandamóti unglinga í kraftlyfingum sem haldið var á Akureyri s.l. helgi. Gabríel vann bæði í sínum þyngdarflokki og eins í bekkpressu.
Starfsfólkið óskar Garbríel til hamingju með þennan frábæra árangur.
21.09.2018
Íbúar geta nú boðið sig fram til setu í heimavistarráð en heimavistarráð er hagsmunaráð íbúa og stendur fyrir ýmsum viðburðum og uppákomum fyrir íbúa yfir skólaárið. Hægt er að bjóða sig fram eða hvetja aðra til þess að bjóða sig fram en frestur rennur út n.k. mánudagskvöld 24. september. Ekki missa af þessu tækifæri!
20.09.2018
Rýmiæfing/brunaæfing!
Á næstu dögum verður rýmiæfing á heimavistinni í samtarfi við starfsmenn frá Eldvarnaeftirliti Slökkviliðs Akureyrar.
Við höldum rýmiæfingu reglulega til að vera eins vel undirbúin og hægt er ef til þess kemur að rýma þurfi húsnæðið vegna raunverulegs bruna.
Hvetjum alla íbúa að taka þátt þegar kerfið fer í gang!
19.09.2018
Hannesína Schewing hjúkrunarfræðingur verður á vaktinni fyrir íbúa heimavistar tvisvar í viku. Á mánudögum frá kl. 16:30-17:30 og á fimmtudögum frá kl. 16.30-17.30.
Bendum foreldrum og forráðamönnum á að hægt er að hringja í hjúkrunarfræðing á viðtalstíma.
10.09.2018
Bendum á að við erum á facebook - Heimavist MA og VMA. Þar setjum við inn ýmsar upplýsingar og fréttir af starfseminni. Endilega að fylgjast með!