30.03.2015
Við óskum íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Heimavistin verður opnuð aftur mánudaginn 6. april kl. 14.
26.03.2015
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um heimavist skólaárið 2014-2015.
20.03.2015
Heimavistarráð stendur fyrir páskabingói miðvikudagskvöldið 25. mars kl. 20 á setustofu heimavistar. Glæsileg páskaegg verða í boði fyrir heppna íbúa.
16.03.2015
Heimavistin verður lokuð kl. 12. á hádegi laugardaginn 28. mars. Opnum aftur eftir páskafrí mánudaginn 6. apríl kl. 14.
12.03.2015
Ársfundur Lundar 2014 verður mánudaginn 16. mars n.k. kl. 16 í setustofu heimavistar.
Dagskrá ársfundar:
1. Ársreikningur Lundar skólaárið 2013/2014 til kynningar.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Lundar skólaárið 2013/2014.
3. Önnur mál.
Ársfundur Lundar er opinn þeim sem aðild eiga að Heimavist MA og VMA, s.s. íbúum Lundar, foreldrum og forráðamönnum íbúanna, kennurum og starfsmönnum framhaldsskólanna á Akureyri auk þeirra starfsmanna sem starfa í húsakynnum Lundar.
11.03.2015
Í gær komu hér um 200 nemendur úr nágrannabyggðalögunum í heimsókn á heimavistina. Nemendurnir eru í 9. og 10. bekk koma úr 15 grunnskólum. Fengu þau kynningu á heimavistinni og var boðið upp á hressingu á setustofunni eins og venja er.
03.03.2015
Kæru íbúar.
Miðvikudagskvöldið 4. mars kl. 19:30 ætla nokkrir 2. árs læknanemar að vera með forvarnarfræðslu á setustofunni fyrir íbúa heimavistarinnar. Læknanemarnir eru á vegum Ástráðs félags læknanema um forvarnarstarf.
Rætt verður t.d. um kynheilbrigði, ótímabærar þunganir og kynsjúkdóma.
Endilega nýtið ykkur að hitta læknanemana til að fræðast og forvitnast.
02.03.2015
Heimavistarráð stendur fyrir FIFA fóboltamóti fimmtudagskvöldið 5. mars. Mótið verður á setustofunni og hefst kl. 20.00. Glæsilegir vinningar verða í boði.