kosning til heimavistarráðs
29.09.2008
Þá er komið að því, kæru vistarbúar.
Nú er komið að því að þið fáið að kjósa ykkur fulltrúa til heimavistarráðs, en það er skipað
sjö íbúum heimavistar. Samkvæmt lögum um heimavistarráð á ráðið að vera skipað fjórum íbúum sem eru
nemendur í MA og þremur sem eru nemendur í VMA.
Níu gáfu kost á sér til setu í heimavistarráði í vetur, þrír eru nemendur í MA og eru þeir
því sjálfkjörnir. Þar sem aðeins þrír frá MA gáfu kost á sér færist fjórða sætið yfir til VMA
íbúa.
Kjósa þarf í þau fjögur sæti sem eftir eru á milli þeirra sex VMA íbúa sem gáfu kost á sér til setu í
heimavistarráði. Munu sexmenningarnir á næstu dögum kynna sig og málstað sinn fyrir ykkur.
Hér á eftir koma nöfn þeirra sem í framboði eru:
Hjálmar Björn Guðmundsson, Ómar Eyjólfsson, Hilmar Sigurjónsson, Anna Þorsteinsdóttir, Einar Bjarni Björnsson og
Guðrún Bjarnveig Jónsdóttir
Hér eru svo nöfn þeirra sem eru sjálfkjörin:
Jóhanna Stefánsdóttir, Þorbjörg Arna Unnsteinsdóttir og Jón Árni Magnússon