21.12.2008
Jólakveðja Heimavistarráðs
Heimavistarráð óskar öllum íbúum Lundar og starfsfólki Gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þakkar einnig fyrir gott
samstarf á liðinni önn.
Eigið öll góðar stundir í jólafríinu :)
Jólakveðjur
Heimavistarráð
01.12.2008
Kæru íbúar,
Eins og þið vitið kannski þá er árlegt jólahlaðborð heimavistarinnar á fimmtudaginn. Við hvetjum alla íbúa, stóra
sem smáa, þykka sem þunna, gula sem græna, að mæta og eiga sem ánægjulegasta kvöldstund. Að sjálfsögðu er ykkur öllum
ætlað að "Suit up!
Hlökkum til að sjá ykkur
Heimavistarráð.
17.10.2008
Kæri íbúi,
Hefur þú fengið þvott í hólfið þitt sem þú átt ekki??
Ef svo er þá vinsamlegast skilaðu honum í þvottahúsið.
Takk fyrir,
Þvottastrumpur.
14.10.2008
Heimavistarráð skellti sér í myndatöku í Lystigarðinum í dag :)
Myndir tók MAingurinn Sindri Geir og þið getið tékkað á fleirum hér!
Njótið mín kæru!
Kveðja,
Jóhanna Stefáns
f.h. heimavistarráðs
13.10.2008
Íbúar Lundar,
Nú hefur verið skipað í stöður innan heimavistarráðs og
hljóðar svo,
Forseti: Hjálmar Björn Guðmundsson.
Varaforseti: Jón Árni Magnússon.
Ritari: Jóhanna Stefánsdóttir.
Vefstjóri: Ómar Eyjólfsson.
Fjármálafulltrúi: Þorbjörg Arna
Unnsteinsdóttir.
Fjölmiðlafulltrúi: Einar Bjarni
Björnsson.
Andlegur leiðtogi: Guðrún Bjarnveig
Jónsdóttir.
Þess má svo til gamans geta að nýr gossjálfsali er á
leiðinni til okkar í stað gamla þjófsins.
Til að svara þeim fyrirspurnum sem komið hafa vegna pool-kjuða þá
er staðan svo að leðrin sem vantar ofan á kjuðana fást ekki í landinu eins og er.. Unnið er að því að útvega leður á
þá kjuða sem til eru.
Heimavistarráð.
07.10.2008
Kæru íbúar,Eftir stranga talningu hefur nú komið í ljós hverjir eru nýir meðlimir heimavistarráðs.
Kjörsókn var alls 78% og atkvæði voru 600 talsins.
Nýir meðlimir eru eftirtaldir:
Einar Bjarni Björnsson
Guðrún Bjarnveig Jónsdóttir
Hjálmar Björn Guðmundsson
Ómar Eyjólfsson
Við þökkum öllum þeim sem veittu okkur stuðning með því að kjósa :)
Kær kveðja,ykkar ástkæra kjörnefnd
- Jóhanna Stefánsdóttir
- Jón Árni Magnússon
- Þorbjörg Arna Unnsteinsdóttir
29.09.2008
Þá er komið að því, kæru vistarbúar.
Nú er komið að því að þið fáið að kjósa ykkur fulltrúa til heimavistarráðs, en það er skipað
sjö íbúum heimavistar. Samkvæmt lögum um heimavistarráð á ráðið að vera skipað fjórum íbúum sem eru
nemendur í MA og þremur sem eru nemendur í VMA.
Níu gáfu kost á sér til setu í heimavistarráði í vetur, þrír eru nemendur í MA og eru þeir
því sjálfkjörnir. Þar sem aðeins þrír frá MA gáfu kost á sér færist fjórða sætið yfir til VMA
íbúa.
Kjósa þarf í þau fjögur sæti sem eftir eru á milli þeirra sex VMA íbúa sem gáfu kost á sér til setu í
heimavistarráði. Munu sexmenningarnir á næstu dögum kynna sig og málstað sinn fyrir ykkur.
Hér á eftir koma nöfn þeirra sem í framboði eru:
Hjálmar Björn Guðmundsson, Ómar Eyjólfsson, Hilmar Sigurjónsson, Anna Þorsteinsdóttir, Einar Bjarni Björnsson og
Guðrún Bjarnveig Jónsdóttir
Hér eru svo nöfn þeirra sem eru sjálfkjörin:
Jóhanna Stefánsdóttir, Þorbjörg Arna Unnsteinsdóttir og Jón Árni Magnússon
23.06.2008
Sumarfrí starfsmanna heimavistar Lundar er frá 25.
júní - 5. ágúst.
Hér að neðan má lesa svör við helstu
spurningum sem brenna á umsækjendum um heimavist.
Umsókn um heimavist má senda á netfang
húsbónda sigmundur@heimavist.is reynt verður að svara því hvort viðkomandi hafi fengið vistarpláss strax
og hægt er, eða í síðasta lagi 7. ágúst.
Svör við umsóknum fara í póst dagana 25. - 27.
júní.
Greiðsluseðlar berast frá banka nokkrum dögum síðar.
Eindagi greiðsluseðla er 20. júlí.
Tekið verður inn af biðlista 5. - 6.
ágúst.
Séróskir, t.d. um herbergisfélaga verða að hafa borist fyrir 1.
ágúst.
Ekki verður hægt að fá upplýsingar um niðurröðun
á herbergi fyrir 18. ágúst.
Leigusamningar og aðrir pappírar verða sendir út viku fyrir upphaf
skóla.
Þvottanúmer nýrra íbúa heimavistar berast einnig viku fyrir
upphaf skóla.
Gengið er frá skráningu í mötuneyti við komu á
heimavist.
Ef greiðsluseðill berst ekki er hægt að greiða
staðfestingar- og tryggingagjald inn á reikning Lundar að upphæð kr. 26.000. Bankaupplýsingar: 0302-26-106252. Kennitala Lundar: 630107-0160. Mikilvægt er að
kennitala verðandi íbúa komi fram sem skýring við greiðslu.
Staðfestingar- og tryggingagjald fæst ekki endurgreitt ef hætt er við búsetu
á heimavist.
22.04.2008
Umsókn um heimavist
Hér til hliðar má finna umsókn um heimavist fyrir veturinn
2008-2009. Þegar hún hefur verið fyllt út þarf að koma henni hingað til okkar á heimavistina Það má gera það á
þrennan hátt.
Með pósti og þá stílað á Lundur heimavist
MA/VMA Eyrarlandsvegi 28, 600 Akureyri og bt. Sigmundar
Með tölvupósti á netfangið sigmundur@heimavist.is og þarf þá að fylla út umsóknareyðublað og senda sem viðhengi.
Nú eða bara með því að koma og afhenda starfsmanni
umsóknina og líta á húsakynni í leiðinni.
Núverandi íbúar eru beðnir um að skila umsóknum
í anddyri eða til húsbónda.
A.T.H. Allar séróskir t.d. um herbergi, herbergisfélaga,
nágranna eða aðrar óskir þurfa að koma fram á umsókn eða berast á netfangið sigmundur@heimavist.is ekki síðar en 1. ágúst.
Viljum við sérstaklega benda nýnemum á að senda inn
sínar óskir á netfangið hér að ofan þar sem aðeins er boðið upp á að haka við heimavist á rafrænni umsókn um
skólavist en ekki tilgreina óskir.
Umsóknarfrestur er til 11. júní.
16.04.2008
Nú er síðasta vikan á þessu skólaári runninn upp. Síðasti matseðill vetrarins frá mötuneytinu kom inn
á síðuna í morgun.
Heimavistarráð skólaárið 2007-2008 þakkar fyrir sig og vonar um leið að allir hafi átt góðan
vetur !
Gleðilegt sumar og takk fyrir okkur .
kveðjur, Heimavistarráð.