Þá er komið að því, kæru vistarbúar.
Nú er komið að því að þið fáið að kjósa ykkur fulltrúa til heimavistarráðs, en það er skipað sjö íbúum heimavistar. Samkvæmt lögum um heimavistarráð á ráðið að vera skipað fjórum íbúum sem eru nemendur í MA og þremur sem eru nemendur í VMA.
Níu gáfu kost á sér til setu í heimavistarráði í vetur, þrír eru nemendur í MA og eru þeir því sjálfkjörnir. Þar sem aðeins þrír frá MA gáfu kost á sér færist fjórða sætið yfir til VMA íbúa.
Kjósa þarf í þau fjögur sæti sem eftir eru á milli þeirra sex VMA íbúa sem gáfu kost á sér til setu í heimavistarráði. Munu sexmenningarnir á næstu dögum kynna sig og málstað sinn fyrir ykkur.
Hér á eftir koma nöfn þeirra sem í framboði eru:
Hjálmar Björn Guðmundsson, Ómar Eyjólfsson, Hilmar Sigurjónsson, Anna Þorsteinsdóttir, Einar Bjarni Björnsson og Guðrún Bjarnveig Jónsdóttir
Hér eru svo nöfn þeirra sem eru sjálfkjörin:
Jóhanna Stefánsdóttir, Þorbjörg Arna Unnsteinsdóttir og Jón Árni Magnússon