Vaktsíminn 899 1602

Minnum á að vaktsíminn er opinn allan sólarhringinn :)

Gangafundir fyrir íbúa á Heimavist MA og VMA verða mánudaginn 29. ágúst 2022

Allir gangafundir verða á Setustofunni Nýja vist Nýjir íbúar á 1. hæð kl. 16:30 Nýjir íbúar á 2. hæð kl. 16:45 Nýjir íbúar á 3. hæð kl. 17:00 Nýjir íbúar á 4. hæð kl. 17:15 Nýjir íbúar á 5. og 6. hæð kl. 17:30 Nýjir íbúar á Gömlu vist kl. 17:45 Eldri íbúar á gömlu vist kl. 18:00 Eldri íbúar á nýju vist kl. 18:15 Skyldumæting og nafnakall Hlökkum til að funda með ykkur

Móttaka íbúa MA á heimavist

Móttaka íbúa Menntaskólans á Akureyri er sunnudaginn 21. ágúst frá klukkan 13:00 til 20:00 og mánudaginn 22. ágúst frá klukkan 08:30 til 18:00. Skólasetning MA er mánudaginn 22. ágúst. Hlökkum til að sjá ykkur

Móttaka íbúa VMA

Móttaka íbúa Verkmenntaskólans á Akureyri er þriðjudaginn 16. ágúst frá klukkan 13:00 til 20:00 og miðvikudaginn 17. ágúst frá klukkan 08:30 til 18:00. Kennsla hefst í VMA samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 18. ágúst. Hlökkum til að sjá ykkur

Húsaleigusamningar MA íbúa farnir í póst

Húsaleigusamningar MA íbúa fóru í póst í dag og ættu því að berast íbúum næstu daga. Reynt var að verða við óskum íbúa um herbergi eins og hægt var. Athugið að þvottanúmer fyrir nýja íbúa eiga að vera á leiðinni með póstinum

Húsaleigusamningar VMA íbúa farnir í póst

Húsaleigusamningar VMA íbúa fóru í póst í dag og ættu því að berast íbúum næstu daga. Reynt var að verða við óskum íbúa um herbergi eins og hægt var. Athugið að þvottanúmer fyrir nýja íbúa eru líka á leiðinni með póstinum

Vaktsíminn

Athugið að eitthvað ólag hefur verið á símkerfinu hjá okkur en bendum á að hægt er að ná í starfsmenn í vaktsímann -899 1602.

Hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa!

Hér eru ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa sem eru að flyta á heimavistina. Þegar íbúar koma á heimavistina þurfa þeir að hafa með sér: Sæng og kodda. Sængurver, koddaver og lök. Handklæði. Rúmteppi ef vill. Körfu eða annað hentugt undir óhreinan þvott. Herðatré. Leirtau, hnífapör og glös/könnur eru ekki til staðar á herbergjum. Hlífðarlök eru til staðar og hægt að fá til skiptanna í anddyri. Athugið að hlíðarlak þarf að vera á rúmdýnu og einnig lak frá íbúa. Íbúar fá þvottanet með tuskum og svampi. Íbúar fá þvottaefni til að þrífa herbergi og baðherbergi þar sem það á við. Ryksugur og moppur eru til staðar á hverri hæð fyrir sig. Íbúar geta endurraðað húsgögnum á herbergjum en verða að skilja við þau við brottför af heimavist eins og þau komu að þeim í upphafi. Aðeins má hengja upp myndir eða annað á veggi með "kennaratyggjói" til að koma í veg fyrir að málningin skemmist. Bendum á að ekki er hægt að hengja upp ledborða. Íbúar á nýju vist hafa aðgang á herbergjum að örbylgjuofni og litlum ísskáp. Þeir íbúar sem eru á gömlu vist hafa ekki aðgang að ísskáp á herbergjum, en sumir koma með lítin kæliskáp með sér. Íbúar geta fengið að geyma töskur á svokölluðu töskulofti. Þá er læst aðstaða í kjallara til að geyma skauta, skíði, skíðaklossa, hjól o.s.frv.

Undirbúum móttöku íbúa VMA og MA

Við höfum tekið til starfa eftir sumarfrí og erum byrjuð að undirbúa komu íbúa. Móttaka íbúa Verkmenntaskólans á Akureyri er þriðjudaginn 16. ágúst frá klukkan 13:00 til 20:00 og miðvikudaginn 17. ágúst frá klukkan 08:30 til 18:00. Kennsla hefst í VMA samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 18. ágúst. Íbúar VMA ættu að fá samninga og önnur gögn frá okkur í pósti eftir helgina. Móttaka íbúa í MA verður sunnudaginn 21. ágúst og mánudaginn 22. ágúst. Samningar ættu að berast vikunni áður.

Ungmennahúsið í boði fyrir íbúa

Ungmennahúsið sem er staðsett í næsta nágrenni við heimavistina hefur störf 13. september n.k. og verður opið á þriðjudögum og fimmtudögum í vetur frá kl. 14.00-22.00. Í boði er alls konar afþreying í góðri aðstöðu sem er ókeypis fyrir alla. Staðsett á efstu hæð í Rósenborg, Skólastíg 2.