01.03.2016
Fræðsluerindi á Heimavist MA og VMA fimmtudaginn 3. mars n.k. kl. 16 á setustofunni.
Þóroddur Bjarnason prófessor við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri flytur erindi um framtíðarþróun í skóla- og byggðamálum undir yfirskriftinni: Menntun í heimabyggð og framtíð heimavista.
Allir velkomnir og léttar kaffiveitingar í boði
22.02.2016
Senn líður að páskafríi íbúa en báðir framhaldsskólarnir MA og VMA eru með síðasta kennsludag fyrir páska föstudaginn 18. mars. Heimavistin verður því lokuð frá kl. 12 á hádegi laugardaginn 19. mars. VMA byrjar kennslu eftir páska þriðjudaginn 29. mars en MA miðvikudaginn 30. mars. Heimavistin verður því opnuð eftir páskafrí mánudaginn 28. mars kl. 12.
12.02.2016
Ársfundur Lundar 2015 verður fimmtudaginn 18. febrúar n.k. kl. 16 í setustofu heimavistar.
Dagskrá ársfundar:
1. Ársreikningur Lundar skólaárið 2014/2015 til kynningar.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Lundar skólaárið 2014/2015.
3. Önnur mál.
Ársfundur Lundar er opinn þeim sem aðild eiga að Heimavist MA og VMA, s.s. íbúum Lundar, foreldrum og forráðamönnum íbúanna, kennurum og starfsmönnum framhaldsskólana á Akureyri auk þeirra starfsmanna sem starfa í húsakynnum Lundar.
05.02.2016
Á næstu dögum verður haldin brunaæfing á Heimavist MA og VMA. Mjög mikilvægt er að allir íbúar heimavistarinnar taki þátt í æfingunni.
01.02.2016
Breytingar hafa orðið á skipan heimavistarráðs sem kosið var s.l. haust fyrir skólaárið 2015-2016. Um áramótin kom inn nýr formaður og eins nýr skemmtanastjóri. Hér má sjá núverandi fulltrúa í heimavistarráði og röðun í embætti:
Formaður - Sigmar Ingi Njálsson nemandi við VMA.
Varaformaður - Guðbrandur Máni Filippusson nemandi við VMA.
Ritari - Ásdís Birta Árnadóttir nemandi við MA.
Aldís Embla Björnsdóttir nemandi við MA.
Birta Dögg Bessadóttir nemandi við MA.
Margrét Eva Arthúrsdóttir nemandi við VMA.
Nökkvi Freyr Bergsson nemandi við MA.
01.02.2016
Nú er prófum í MA lokið og MA íbúar að hefja nám á vorönn. VMA íbúar hófu sína vorönn í byrjun ársins. Við taka hefðbundnir dagar á heimavistinni þar sem almennar reglur um aga og umgengni gilda.
01.02.2016
Nú er prófum í MA lokið og MA íbúar að hefja nám á vorönn. VMA íbúar hófu sína vorönn í byrjun ársins. Við taka hefðbundnir dagar á heimavistinni þar sem almennar reglur um aga og umgengni gilda.