Kosningar

Kosningar fyrir Heimavistarráð næsta vetrar fara fram í andyrinu miðvikudagin 5. október milli klukkan 16:00 og 19:00

Nýtt heimavistarráð!!

Langar þig að vera í heimavistarráði í vetur? Tekið er við framboðum í andyrrinu núna. Framboðsfrestur er til föstudags!

Móttaka MA íbúa á heimavist

Opið verður til innritunar og lyklar afhentir á eftirtöldum tímum: Þriðjudag 13. september frá kl. 14:00 til kl. 22:00 og Miðvikudag 14. september frá kl. 8:30 til kl. 22:00. Munið eftir að koma með öll þrjú eintök leigusamnings útfyllt, vottuð og undirrituð. Hafa má samband við Sigmund í síma 8991607 ef einhver þarf af góðri ástæðu að fá að koma inn á vistina á öðrum tíma en auglýst er hér að ofan.

Skipulagsbreytingar

Skipulagsbreytingar standa yfir við heimavistina.  Helstu breytingarnar felast í því að leggja meiri áherslu á félagslega og uppeldislega þjónustu við íbúa með því að ráða vistarsjóra með uppeldis- eða félagslega menntun og reynslu af  rekstri . Samhliða þessu á að breyta starfi húsbónda og  dagvinnufólks.  Auglýst verður eftir starfsfólki með hæfni og reynslu af því að vinna með ungmennum.  Mögulega verða ráðnir í afleysingar og hlutastörf nemendur úr fjórða bekk úr hópi íbúa heimavistarinnar. Mikilvægast er að viðhalda og efla heilbrigði, forvarnir og félagslíf íbúa. Nauðsynlegt er að styrkja þennan þátt í skipulagi heimavistarinnar, ásamt því að halda í horfinu þeim góða rekstri sem þar fer fram.  Sameiginleg heimavist MA og VMA hefur verið rekin í átta ár og hefur reksturinn verið skv. áætlun og rekstraforsendur eru í dag traustar. Nýlega endurnýjaði Lundur leigusamning um rekstur Hótels Eddu Akureyri í húsakynnunum yfir sumarið.  Sífellt fjölbreytilegri hópur  nemenda sækir um dvöl á heimavistinni með mismundandi þarfir fyrir aðstoð og handleiðslu.  Heimavistin er afar vinsæl og er fullskipuð fyrir næsta vetur. Vegna þessara skipulagsbreytinga hefur framkvæmdastjóra, húsbónda og starfsmönnum í dagvinnu  verið sagt upp störfum. Starfsfólk verður ráðið fyrir haustið. Því starfsfólki sem hverfur á brott er þakkað fyrir störf þeirra við stofnunina. Stjórn Lundar sem fer með rekstur heimavistarinnar skipa: Kristín Sigfúsdóttir formaður Jónína Guðmundsdóttir ritari Björk Guðmundsdóttir Magnús Garðarsson Jóhannes Ingi Torfason

Sumarfrí

Starfsmenn heimvistar eru i sumarfríi til 3. ágúst Eftirfarandi eru svör við helstu spurningum sem brenna á umsækjendum heimavistar: Svör við umsóknum fara í póst 28. júní. Greiðsluseðlar vegna staðfestingar- og tryggingargjalds berast frá banka nokkrum dögum síðar. Greiðsluseðlar eru á nafni umsækjenda og birtast einnig í netbönkum. Gjalddagi greiðsluseðla er 15. júlí og eindagi 20. júlí. Tekið verður inn af biðlista 4.-5  ágúst. Raðað verður niður á herbergi eftir 5. ágúst. Séróskir um herbergisfélaga verða að hafa borist fyrir 1. ágúst á netfangið heimavist@heimavist.is Leigusamningar og aðrir pappírar verða sendir í póst viku fyrir upphaf skóla. Þvottanúmer nýrra íbúa heimavistar berast einnig viku fyrir upphaf skóla. Gengið er frá skráningu í mötuneyti við komuna á heimavistina. Ef greiðsluseðill berist ekki er hægt að greiða staðfestingar- og tryggingargjaldið að upphæð 27.000 kr. inn á bankareikning Lundar rekstrarfélags:  Reikningur: 0302-26-106252 Kennitala Lundar rekstrarfélags: 630107-0160 Mikilvægt er að kennitala viðkomandi íbúa komi fram sem skýring við greiðslu. Staðfestingar- og tryggingargjald fæst ekki endurgreitt ef hætt er við komuna á heimavistina.

Verðskrá vetur 2011 - 2012

Verðskrá húsaleigu fyrir skólaárið 2011 – 2012 hefur verið ákveðin. Nýja verðskrá er hægt að sjá með því að opna umsókn um heimavist sem er valmöguleiki hér uppi til vinstri á síðunni. 

Umsókn um heimavist fyrir skólaárið 2011 - 2012

Umsókn um heimavist fyrir skólaárið 2011 - 2012 Hér til hliðar má finna umsókn um heimavist fyrir veturinn 2011-2012. Þegar hún hefur verið fyllt út þarf að koma henni hingað til okkar á heimavistina Það má gera það á þrennan hátt. Með pósti og þá stílað á Lundur heimavist MA/VMA Eyrarlandsvegi 28, 600 Akureyri og bt. Sigmundar Með tölvupósti á netfangið sigmundur@heimavist.is og þarf þá að fylla út umsóknareyðublað og senda sem viðhengi. Nú eða bara með því að koma og afhenda starfsmanni umsóknina og líta á húsakynni í leiðinni. Núverandi íbúar eru beðnir um að skila umsóknum í anddyri eða til húsbónda. A.T.H. Allar séróskir t.d. um herbergi, herbergisfélaga, nágranna eða aðrar óskir þurfa að koma fram á umsókn eða berast á netfangið sigmundur@heimavist.is ekki síðar en 1. ágúst. Viljum við sérstaklega benda nýnemum á að fylla út umsókn um heimavist og senda okkur. Ekki nægir að haka aðeins við heimavist þegar sótt er um skóla þar sem óvíst sé að það skili sér til okkar. Umsóknarfrestur er til 9. júní.

Frá þvottahúsi

Mikill þvottur er í óskilum og eru eigendur hvattir til þess að koma og sækja hann. Í lok skólaárs verður óskilaþvottur sendur í rauða krossinn Minnum einnig á að þú færð 2000 kr. endurgreiddar þegar þú skilar þvottalyklinum inn í eldhús 

Ábending frá vefstjóra

Margir hafa komið með ábendingar um hluti sem betur mega fara en þeir hafa gert það með því að skrifa athugasemdir við fréttir hér inni á síðunni. Vil ég benda á að betra er að senda ábendingar á netfang heimavistarráðs: heimavistarrad@heimavist.is eða að hafa beint samband við fulltrúa úr heimavistarráði því við erum ekki endilega alltaf að eltast við það að skoða athugasemdirnar á hverjum degi en við athugum tölvupóstin daglega. Virðingafyllst Vefstjóri 

Könnun á netinu

Í dag (mánudag) er síðasti dagur fyrir þátttöku í viðhorfskönnun (á netinu) meðal íbúa heimavistarinnar Allir íbúar hafa fengið tölvupóst um könnunina og þar er tenging við netsíðu könnunarinnar!  Hvetjum alla sem ekki hafa tekið þátt, að vera með og svara könnuninni!