27.10.2016
Föstudaginn 4. nóvember nk. verður myndin "The brothers Grimsby" sýnd kl. 20:00 á setustofu heimavistar. Mætum öll í bío!
27.10.2016
Nýtt heimavistarráð fyrir skólaárið 2016-2017 hefur tekið til starfa. Hér má sjá fulltrúana:
Formaður - Ásdís Birta Árnadóttir - MA
Varaformaður - Ívar Breki Benjamínsson - MA
Guðbrandur Máni Filippusson - VMA
Kristín Anítudóttir - MA
Orri Þórsson - VMA
Telma Lind Bjarkardóttir - MA
Þorgeir Ingvarsson - MA
Starfsfólk Heimavistar óskar þeim til hamingju með nýju embættin og góðs gengis og samstarfs í vetur.
17.10.2016
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um heimavist vorið 2017. Ekki liggur fyrir hvað hægt verður að taka á móti mörgum nýjum íbúum en haft verður samband við umsækjendur þegar nær dregur.
12.10.2016
Það var sannarlega líf og fjör þegar um 150 nemendur úr nágrannabyggðalögunum og kennarar þeirra komu í heimsókn á heimavistina í gær.
Á hverju hausti fáum við hressa og skemmtilega nemendur úr 9. og 10. bekk en þessi heimsókn er hluti af heimsókn þeirra í framhaldsskólana; Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann Akureyri. Að þessu sinni komu nemendur frá 11 grunnskólum: Hrafngilsskóla, Gunnskólanum á Þórshöfn, Bakkafirði, Höfðaskóla, Þelamerkuskóla, Stórutjarnarskóla, Genivíkurskóla, Borgarhólsskóla, Dalvíkurskóla, Valsárskóla og Þingeyjarskóla.
Nemendurnir fengu kynningu á heimavistinni sem íbúar tóku þátt í og boðið var upp á hressingu í setustofunni eins og venja er.
Kærar þakkir fyrir komuna.
Flottur hópur nemenda Hrafnagilsskóla
Nemendur fengu hressingu á setustofunni