Laus störf fyrir íbúa

Heimavistin auglýsir eftir íbúum til að aðstoða við þrif o.fl. (ryksuga, fylla á lagera o.s.frv.) nokkra tíma á viku eftir skóla (1-2 klst. í senn). Nánari upplýsingar veita Halla Sif og Rósa María.

Umsóknir um heimavist vorið 2019

Minnum á að opnað hefur verið fyrir umsóknir um heimavist vorið 2019. Ekki liggur fyrir hvað hægt verður að taka á móti mörgum nýjum íbúum en haft verður samband við umsækjendur. Sótt er um hér á heimasíðunni.

Laufabrauðsgerð Heimavistarráðs

Heimavistarráð stendur fyrir laufabrauðsgerð fimmtudagskvöldið 28. nóvember kl. 20 í matsalnum. Hvetjum alla íbúa til að mæta og hjálpast að við að skera út kökur sem verða síðan í boði á jólahlaðborðinu í byrjun desember. Boðið verður upp á kakó og piparkökur.

Bíókvöld í boði Heimavistarráð

Heimavistarráð stendur fyrir bíókvöldi fimmtudagskvöldið 15. nóvember n.k. kl. 20. Mynd og snakk í boði fyrir alla íbúa.

Uppsagnir á húsaleigusamningum fyrir þá íbúa sem hætta námi.

Athygli er vakinn á að uppsögn á húsaleigusamningi við annarskil hjá bæði MA og VMA er 30. nóvember n.k. Skila þarf skriflegri uppsögn fyrir þann tíma til að komast hjá að greiða húsaleigu eftir annarskil. Þeir íbúar sem hætta námi um annarskil vegna ófullnægjandi námsframvindu þurfa að senda skriflega uppsögn til undirritaðrar um leið og niðurstaða annarprófa liggur fyrir. Athugið að við þessar aðstæður er uppsagnarfresturinn einn mánuður eftir annarskil. Uppsagnir skal senda á netfangið rosa@heimavist.is

Billjardborðin á setustofunni verða nú opin á ákveðnum tíma á virkum dögum

Í samráði við heimavistarráð hefur verið ákveðið að hafa billjardborðin lokuð í hádeginu milli kl. 12-13. Billjardborðin verða opnuð aftur kl. 13 og verða opin til kl. 20 á kvöldin. Þessi breyting er gerð til að koma til móts við þá fjölmörgu íbúa sem vilja meira næði til að sinna lærdómi.

Opið fyrir umsóknir um heimavist vorið 2019

Hægt er að sækja um heimavist vorið 2019. Ekki liggur fyrir hvað hægt verður að taka á móti mörgum nýjum íbúum en haft verður samband við umsækjendur þegar nær dregur. Sótt er um hér á heimasíðunni.