Gleðilega hátíð

Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. Heimavistin verður opnuð eftir jólafrí sunnudaginn 6. janúar kl. 12.

Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í dag

Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.

Laus pláss á vorönn

Örfá laus pláss hafa losnað á heimavistinni á vorönn 2018 og eru áhugasamir hvattir til að sækja um. Sótt er um hér á heimasíðunni.

Heimavistin lokuð yfir jól og áramót

Heimavistin er lokuð yfir jól og áramót. Húsnæðinu verður lokað kl. 12:00 á hádegi, fimmtudaginn 21. desember og við opnum aftur eftir jólafrí miðvikudaginn 3. janúar kl. 12:00.

Heim í jólafrí

Kæru íbúar! Áður en þið farið í jólafrí vinsamlegast munið að: Hafa herbergin snyrtileg, þá verður svo gaman að koma aftur. Fara með allt rusl af herbergjum út í gám. Slökkva á rafmagnstækjum og ljósum. Tæma ísskáp og örbylgjuofn. Loka gluggum. Stilla ofna á 3. Skrá brottför á rauða blaðið í afgreiðslunni. Þeir íbúar sem hætta á heimavistinni um áramót verða að hafa samband við starfsmann og fá „gátlista“ vegna þrifa á herbergi. Við brottför þarf að skila gátlista og herbergið er tekið út. Muna að skila lyklum og kortum. Með jólakveðju Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Desemberpróf - umgengni á próftíma

Íbúar MA og VMA eru í prófum nú í desember og þá gilda gilda ákveðnar reglur á heimavist frá 7. desember sem við biðjum alla að virða: • Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn. • Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. • Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur. • Morgunmatur er virka daga frá kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar. • Tónlist og sjónvarp á herbergjum og á setustofu má alls ekki valda ónæði. • Seta í anddyri og á göngum á að vera takmörkuð. • Bendum íbúum á að hafa samband við starfsmann á vakt í síma 1602 (úr borðsíma) ef þið verðið fyrir ónæði. Gangi ykkur vel i prófunum og sýnum öll tillitssemi!

Jólahlaðborð Heimavistarráðs 2017

Jólahlaðborð Heimavistarráðs verður haldið fimmtudagskvöldið 30. nóvember frá kl. 17.30-19.30 fyrir alla íbúa heimavistar. Boðið verður upp á glæsilegan matseðil í skreyttum matsal. Íbúar eru hvattir til að mæta í snyrtilegum klæðnaði enda tilefnið hátíðlegt.

Laufabrauðsgerð Heimavistarráðs

Heimavistarráð stendur fyrir laufabrauðsgerð fimmtudagskvöldið 23. nóvember n.k. kl. 20 í matsalnum. Íbúar eru hvattir til að mæta og hjálpast að við að skera út kökur sem verða síðan í boði á jólahlaðborðinu.

Uppsagnir við annarlok

Uppsagnir á húsaleigusamningum þegar íbúar hætta námi við annarskil. Athygli er vakinn á að uppsögn á húsaleigusamningi við annarskil hjá bæði MA og VMA er 30. nóvember n.k. Skila þarf skriflegri uppsögn fyrir þann tíma til að komast hjá að greiða húsaleigu eftir annarskil. Þeir íbúar sem hætta námi um annarskil vegna ófullnægjandi námsframvindu þurfa að senda skriflega uppsögn til undirritaðrar um leið og niðurstaða annarprófa liggur fyrir. Athugið að við þessar aðstæður er uppsagnarfresturinn einn mánuður eftir annarskil. Uppsagnir skal senda á netfangið: rosa@heimavist.is

Opnað fyrir umsóknir um heimavist vorið 2018

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um heimavist vorið 2018. Ekki liggur fyrir hvað hægt verður að taka á móti mörgum nýjum íbúum en haft verður samband við umsækjendur þegar nær dregur. Sótt er um hér á heimasíðunni.