Páskabingó heimavistarráðs þriðjudaginn 8. apríl

Páskabingó Heimavistarráðs verður haldið þriðjudagskvöldið 8. apríl kl. 20 á setustofunni. Fullt af veglegum vinningum í boði og allir íbúar hvattir til að taka þátt. 🐤🐣

GETTU BETUR sýnt í beinni útsendingu á Setustofunni í kvöld kl 20:00

Úrslitaviðureignin fer fram í kvöld fimmtudaginn 27. mars. Síðast komst MA í úrslit árið 2008! Það er því eðlilega mikil spenna fyrir kvöldinu. GETTU BETUR sýnt í beinni útsendingu á Setustofunni í kvöld, fimmtudaginn 27. mars. Mætið stundvíslega, viðureign MA-MH hefst kl 20:00. Keppendurnir eru öll íbúar á Heimavistinni - hvetjum okkar fólk áfram til dáða! Í liðinu eru: Kjartan Valur, Árni Stefán og Sólveig Erla.

Óskilamunir í þvottahúsinu - vinsamlegast skoðið

Mjög mikilvægt er að merkja þvottinn sinn vel - og það gæti þurft að skrifa ofan í það sem merkt var fyrr í vetur svo fatnaðurinn komist í rétt hólf. Nokkuð er um að ómerktur eða illa merktur fatnaður hafi verið settur í þvott og því ekki hægt að koma til skila í þvottaskápana. Hægt er að merkja þvottinn hjá starfsmönnum í þvottahúsinu.

Ársfundur Lundar 2024

Páskafrí og Heimavistin lokuð

Senn líður að páskafríi íbúa en báðir framhaldsskólarnir MA og VMA eru með síðasta kennsludag fyrir páska föstudaginn 11. apríl. Heimavistin lokar kl. 12 á hádegi laugardaginn 12. apríl. Opnum aftur eftir páskafrí mánudaginn 21. apríl, annan í páskum kl. 12. Varðandi lokun í vor þá er það dagsetning á húsaleigusamning sem segir til um lokadagsetningu hjá viðkomandi íbúa. 22. maí er síðasti leigudagur VMA íbúa. 28. maí er síðasti leigudagur MA íbúa.