Páskafrí og Heimavistin lokuð

Senn líður að páskafríi íbúa en báðir framhaldsskólarnir MA og VMA eru með síðasta kennsludag fyrir páska föstudaginn 11. apríl. Heimavistin lokar kl. 12 á hádegi laugardaginn 12. apríl. Opnum aftur eftir páskafrí mánudaginn 21. apríl, annan í páskum kl. 12.

Varðandi lokun í vor þá er það dagsetning á húsaleigusamning sem segir til um lokadagsetningu hjá viðkomandi íbúa.

  • 22. maí er síðasti leigudagur VMA íbúa.
  • 28. maí er síðasti leigudagur MA íbúa.