30.04.2020
Til að hægt verði að virða þær takmarkanir sem okkur er ætlað að halda þarf að skipuleggja þegar að íbúar koma á vistina til að sækja dótið sitt og til að ganga frá og þrífa herbergin.
Íbúar geta ekki komið að ná í dótið á heimavistina nema að hafa fengið úthlutuðum tíma. Biðjum ykkur að senda póst á rosa@heimavist.is, eða thora@heimavist.is.
28.04.2020
Þeir íbúar VMA sem hafa verið boðaðir í skólann mánudaginn 4. maí geta komið á vistina sunnudaginn 3. maí kl. 17.
Munum 2 metra regluna á stóra heimilinu!
27.04.2020
Hægt verður að kaupa stakar máltíðir en ganga verður frá pöntun fyrir 4. maí.á bryti@ma.is
Matartímar verða eftirfarandi:
Morgunmatur frá kl. 7.15-9.00.
Hádegismatur frá kl. 11.30-12.00.
Kvöldmatur frá kl. 17.30-18.00.
24.04.2020
Til að hægt verði að virða þær takmarkanir sem okkur er ætlað að halda þarf að skipuleggja þegar að íbúar koma á vistina til að sækja dótið sitt og til að ganga frá og þrífa herbergin.
Íbúar geta ekki komið að ná í dótið á heimavistina nema að hafa fengið úthlutuðum tíma.
Bendum íbúum á að allir eiga að hafa fengið sent bréf í tölvupósti með nánari upplýsingum.
14.04.2020
Eins og fram hefur komið verður aflétting á samkomubanninu 4. maí n.k. tekin í skrefum. Okkur er heimilt að hafa 50 einstaklinga í húsi í einu og að virða verður 2 metra regluna. Framhaldsskólarnir hafa heimild til að taka til starfa með þessum takmörkunum. Eins og gefur að skilja getum við ekki tekið við öllum íbúum í einu og þarf því að skipuleggja starfsemina í húsnæðinu þegar við náum að opna 4. maí.
Framhaldsskólarnir munu funda fljótlega og láta okkur vita hvernig þeir sjá fyrir sér starfsemina út önnina. Í framhaldi getum við tilkynnt um hvernig við skipuleggjum starfsemina í húsnæði heimavistarinnar þegar við opnum 4. maí.
14.04.2020
Mötuneyti Menntaskólans á Akureyri
Í ljósi fordæmalausra aðstæðna af völdum Covid-19 hefur Mötuneyti Menntaskólans á Akureyri verið lokað frá 16. mars 2020. Endurgreitt verður fyrir þær vikur sem lokað er í mötuneytinu og því óskum við eftir greiðsluupplýsingum svo hægt sé að fara í endurgreiðsluaðgerðir.
Eftirfarandi upplýsingar óskast sendar á netfangið fjarmalastjori@ma.is:
- Nafn og kennitala mötuneytisfélaga.
- Kennitala og reikningsnúmer fyrir endurgreiðslu.
Fyrir hönd Mötuneytis Menntaskólans á Akureyri
Ragnar Hólm Ragnarsson
Fjármálastjóri MA
06.04.2020
Við höfum opnað fyrir umsóknir um heimavist næsta skólaár 2020-2021.
Sótt er um hér á heimasíðunni.
06.04.2020
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur samkomubann verið framlengt til 4. maí n.k. Við gerum ráð fyrir að opna heimavistina um leið og við höfum fengið leyfi til þess frá stjórnvöldum.