28.09.2012
Störf í boði fyrir íbúa heimavistar.
Óskum eftir íbúum til starfa við þrif o.fl. á heimavistinni nokkra tíma á viku. Nánari upplýsingar fást hjá Rósu Maríu. Umsóknir sendist á netfangið rosa@heimavist.is fyrir 5. október nk.
19.09.2012
Lokað verður fyrir sameiginlegan netaðgang sem íbúar hafa haft aðgang að frá og með kl. 01 aðfaranótt fimmtudags.
Ný lykilorð eru tilbúin til afhendingar frá kl. 19 í kvöld. Íbúar þurfa að koma í afgreiðslu til að fá lykilorðin afhent og undirrita samning um netaðgang.
07.09.2012
Kynningarfundur með íbúum VMA verður haldinn þriðjudaginn 11. september kl. 17 í matsal á heimavistinni. Stjórnendur og starfsfólk í nemendaþjónustu VMA; skólahjúkrunarfræðingur, námsráðgjafar og fl. munu kynna þá þjónustu sem nemendum stendur til boða.
06.09.2012
Heimavistin verður opnuð fyrir innritun MA nemenda miðvikudaginn 12. september frá klukkan 13 til 21 og fimmtudaginn 13. september frá klukkan 08:30 til 20. Skólasetning MA er fimmtudaginn 13. september.