30.04.2015
Nú eru íbúar VMA í prófum og þá gilda ákveðnar umgengnisreglur:
Próftími hefst föstudaginn 1. maí kl. 16:00.
Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn.
Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur.
Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar.
Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði.
Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð.
Reglulegum próftíma lýkur 15. maí.
Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði.
Gangi ykkur vel i prófunum og sýnum öll tillitssemi.
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
23.04.2015
Við óskum íbúum gleðilegs sumars og þökkum ánægjuleg samskipti í vetur.
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
21.04.2015
Vegna veðurútlits hefur verið ákveðið að bjóða upp á vöfflukaffi á sumardaginn fyrsta í stað þess að grilla. Heimavistarráð ætlar að baka vöfflur í tilefni dagsins og bjóða íbúum upp á vöfflukaffi frá kl. 15-16.30. Þrátt fyrir veðurútlit þá hvetjum við íbúa til að mæta með bros á vör og í sumarskapi.
16.04.2015
Í tilefni af sumarkomu ætlar Heimavistarráð í samstarfi við starfsfólk mötuneytisins að grilla fyrir íbúa Sumardaginn fyrsta. Grillað verður frá kl. 17.30 við matsalinn. Mætum með bros á vör og í sumarskapi.
13.04.2015
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um heimavist skólaárið 2014-2015.
07.04.2015
Við heimavistina eru laus störf við alþrif á herbergjum í vor eða frá miðjum maí fram í miðjan júní. Óskað er eftir starfsfólki sem er 18 ára og eldra.
Nánari upplýsingar veitir Rósa María í síma 899 1607. Skriflegar umsóknir með nafni, kennitölu og símanúmeri berist á netfangið rosa@heimavist.is
Umsóknarfrestur er til 8. maí og verður öllum umsóknum svarað.