Gangafundir

Gangafundir fyrir íbúa nýju vistarinnar verða mánudaginn 4. febrúar. Tímasetningar verða hengdar upp á hverjum gangi fyrir sig. Gangafundir á gömlu vistinni verða miðvikudaginn 6. febrúar og verða fundartímar hengdir upp á hverjum gangi fyrir sig. Skyldumæting er á fundina, en ef uppgefinn fundartími hentar ekki, má mæta á öðrum tíma.

Bíókvöld þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20

Heimavistarráð stendur fyrir bíókvöldi þriðjudagskvöldið 5. febrúar kl. 20 í setustofunni. Sýnd verður myndin Svartur á leik. Boðið verður upp á popp og snakk. Allir íbúar hvattir til að mæta

Próftími

Próftími á Heimavist MA og VMA hefst 8. janúar kl. 14:00 Á próftíma eru allir tillitssamir og ganga hljóðlega um. Engar gestakomur eru leyfðar nema með leyfi vaktmanns. Næturgestir eru ekki leyfðir á próftíma.

Vistarbúar athugið. Töluverð verðmæti fundust í þvottahúsi. Nánari upplýsingar hjá þvottahúskonum.