Kæru íbúar!
Áður en þið farið í jólafrí vinsamlegast munið að:
Hafa herbergin snyrtileg, þá verður svo gaman að koma aftur.
Fara með allt rusl af herbergjum út í gám.
Slökkva á rafmagnstækjum og ljósum.
Tæma ísskáp og örbylgjuofn.
Loka gluggum.
Stilla ofna á 3.
Skrá brottför á rauða blaðið í afgreiðslunni.
Þeir íbúar sem hætta á heimavistinni um áramót verða að hafa samband við starfsmann og fá gátlista vegna þrifa á herbergi.
Við brottför þarf að skila gátlista og herbergið er tekið út. Muna að skila lyklum og kortum.
Með jólakveðju
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA