Grunnskólanemendur í heimsókn á heimavistinni

Það var sannarlega líf og fjör þegar um 150 nemendur úr nágrannabyggðalögunum og kennarar þeirra komu í heimsókn á heimavistina í gær. 
Á hverju hausti fáum við hressa og skemmtilega nemendur úr 9. og 10. bekk en þessi heimsókn er hluti af heimsókn þeirra í framhaldsskólana; Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann Akureyri.  Að þessu sinni komu nemendur frá 11 grunnskólum: Hrafngilsskóla, Gunnskólanum á Þórshöfn, Bakkafirði, Höfðaskóla, Þelamerkuskóla, Stórutjarnarskóla, Genivíkurskóla, Borgarhólsskóla, Dalvíkurskóla, Valsárskóla og Þingeyjarskóla.
Nemendurnir fengu kynningu á heimavistinni sem íbúar tóku þátt í og boðið var upp á hressingu í setustofunni eins og venja er. 
Kærar þakkir fyrir komuna.

Flottur hópur nemenda Hrafnagilsskóla