05.03.2011
Ef þið eruð veik eru þið vinsamlegast beðin um að láta starfsfólk Lundar vita í innanhússíma 1602.
Starfsfólk getur síðan komið og litið við hjá ykkur og komið með mat, hitamælir o.þ.h.
26.02.2011
Myndirnar af jólahlaðborðinu allar komnar inn
Sjá myndir í valmyndinni hér til vinstri
26.02.2011
Eins og flestir eflaust hafa tekið eftir er kominn nýr sjálfsali frá ölgerðinni og virkar hann mun betur en sá gamli
10.02.2011
Við viljum ítreka að ef þú ert með þvott sem þú átt ekki áttu að skila honum niður í þvottahús
strax!
Við minnum einnig á mikilvægi þess að tæma ALLA vasa því hlutir eins og t.d. tyggjó, varasalvi og tóbak (sem auk þess er
ólöglegt að vera með á vistinni) geta valdið stórtjóni á bæði þvotti annara og vélabúnaði
þvottahúss!!
Virðingafyllst:
Þvottahúsgellurnar
10.02.2011
Þorrablót heimavistar verður haldið fimmtudaginn 10. febrúar 2011. Borðhald hefst klukkan 17:45
19.01.2011
Fólk er vinsamlegast beðið að passa að tæma alla vasa á flíkum sínum áður en þær eru settar í þvott.
Hér ber þó sérstaklega að nefna að alls ekki má setja flíkur í þvott þar sem tyggjó, varasalvi og/eða krem eru í
vösunum þar sem það getur valdið stórtjóni á bæði þvotti annara og búnaði þvotthúss
Með fyrirfram þökk
Þvottahús gellurnar
11.01.2011
Minnum á nýja facebook síðu okkar.
Smellið hér
21.12.2011
Heimavist MA og VMA verður lokað um um hádegi miðvikudaginn 21. desember. Við opnum aftur á nýju ári, þriðjudaginn 3. janúar kl. 9.
06.07.2011
Skipulagsbreytingar standa yfir við heimavistina. Helstu breytingarnar felast í því að leggja meiri áherslu á félagslega og
uppeldislega þjónustu við íbúa með því að ráða vistarsjóra með uppeldis- eða félagslega menntun og reynslu af
rekstri . Samhliða þessu á að breyta starfi húsbónda og dagvinnufólks. Auglýst verður
eftir starfsfólki með hæfni og reynslu af því að vinna með ungmennum. Mögulega verða ráðnir í afleysingar og
hlutastörf nemendur úr fjórða bekk úr hópi íbúa heimavistarinnar. Mikilvægast er að viðhalda og efla heilbrigði, forvarnir og
félagslíf íbúa. Nauðsynlegt er að styrkja þennan þátt í skipulagi heimavistarinnar, ásamt því að halda í
horfinu þeim góða rekstri sem þar fer fram en á þeim átta starfsárum sem sameiginleg heimavist MA og VMA hefur verið rekin, hefur reksturinn
verið skv. áætlun og rekstraforsendur eru í dag traustar. Nýlega endurnýjaði Lundur leigusamning um rekstur Hótels Eddu Akureyri í
húsakynnunum yfir sumarið.
Sífellt fjölbreytilegri hópur nemenda sækir um dvöl á heimavistinni með mismundandi þarfir fyrir aðstoð
og handleiðslu. Heimavistin er afar vinsæl og er fullskipuð fyrir næsta vetur. Vegna þessara skipulagsbreytinga hefur framkvæmdastjóra,
húsbónda og starfsmönnum í dagvinnu verið sagt upp störfum. Starfsfólk verður ráðið fyrir haustið.
Því starfsfólki sem hverfur á brott er þakkað fyrir störf þeirra við stofnunina.
Stjórn Lundar sem fer með rekstur heimavistarinnar skipa:
Kristín Sigfúsdóttir formaður
Jónína Guðmundsdóttir ritari
Björk Guðmundsdóttir
Magnús Garðarsson
Jóhannes Ingi Torfason