Heimvistin verður opin til innritunar fyrir nemendur MA.
laugardaginn 11. september frá kl. 14 til kl 18
sunnudaginn 12. september frá kl. 12 til kl. 20.
mánudaginn 13. september frá kl. 09 til kl. 22.
Til að auðvelda og flýta fyrir innskráningu viljum við minna ykkur á að hafa með leigusamninga og fylgibréf útfyllt og undirrituð.
1) Fyrir hvert eintak af leigusamningi þarf að fylla út:
- Hvaða greiðslufyrirkomulag þú velur en í boði eru tveir kostir.
- Undirrita samninginn. Sért þú ekki lögráða (18 ára) þarf forráðamaður þinn að undirrita samninginn.
- Fá tvo vitundarvotta til að undirrita húsaleigusamninginn.
- Tilgreina hvert endurgreiða skuli tryggingargjaldið í lok leigutíma.
2) Annað eintakið af reglum um aga og umgengni þarf einnig að undirrita af íbúa og forráðamanni. Hitt eintakið er ætlað foreldrum og forráðamönnum.
3) Annað eintakið af bréfi húsbónda. Hitt eintakið er ætlað foreldrum og forráðamönnum.
Öll eintökin af húsaleigusamningi, annað eintakið af reglum um aga og umgengni og annað eintakið af bréfi húsbónda skal afhendast við komu á vistina gegn afhendingu lykla að húsnæðinu.
Lundur mun sjá um að þinglýsa húsaleigusamningum. Gerð og þinglýsing húsaleigusamnings og vottorð viðkomandi skóla um skólavist eru innifalin í staðfestingar- og skráningargjaldinu sem innheimt var í sumar.
Lundur mun sjá um að senda þinglýstan húsaleigusamning og vottorð um skólavist til foreldra/forráðamanna. Þau gögn eru notuð við umsókn um húsaleigubætur í sveitarfélaginu við lögheimili nemandans. Mikilvægt er að sækja um húsaleigubætur sem fyrst svo þær verði greiddar fyrir alla mánuði samningsins.