Elsku bestu vistarbúar!
Ennþá virðast fötin okkar og sokkapokarnir hlaupa í burtu ! Núna fyrir stuttu týndi ein stelpa hérna á vistinni sokkapokanum sínum með næstum því öllum nærfötunum! Og hún vill endilega fá þau aftur .. Svo gellurnar í þvottahúsinu vilja biðja alla íbúa um að muna það að ef þú færð eitthvað í hólfið þitt sem þú átt ekki sjálfur að vinsamlegast skila því aftur í þvottahúsið! Svo endilega ef þú átt föt, sokkapoka eða eitthvað álíka inná hjá þér sem að er ekki í þinnu eigu að skokka með það aftur niður í þvottahús :) .. Það er ekkert gaman að eiga næstum engin nærföt til að fara í, og þar sem að við flest erum frekar fátækir námsmenn þá er ekkert mjög sniðugt að þurfa alltaf að kaupa ný og ný föt bara vegna þess að fólk nennir ekki að skokka með þau föt sem eru ekki í þeirra eigu niður í þvottahús! svo bara enn og aftur: muna að fara með allt sem ekki er í ykkar eigu niður í þvottahús!
*knúúúúúúúúúús*