Fjölmargir íbúar hafa sýnt áhuga á að starfa í Heimavistarráði í vetur sem er virkilega ánægjulegt. Af því tilefni boðum við alla íbúa Heimavistar að ganga til kosninga miðvikudagskvöldið 27. september frá kl. 20-21. Kosningin fer fram í setustofunni þar sem kjörseðlar verða á staðnum og hvetjum við íbúa til að taka þátt og velja fulltrúa til setu í Heimavistarráðinu. Heimavistarráð er hagsmunaráð íbúa og er skipað sjö heimavistarbúum, þremur fulltrúum úr röðum MA og þremur úr röðum VMA. Sjöundi fulltrúinn er sá sem fær flest atkvæði í kosningu án tillits til skóla.