Geðlestin leggur af stað í hringferð um landið í dag til þess að fræða og ræða við ungt fólk um geðheilsu. Er þetta samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu og verndandi þáttum hennar. Á heimasíðu geðlestarinnar má finna hin ýmsu verkfæri til geðfræðslu.