Nú langar okkur að setja fleiri myndir inn á síðuna. Þess vegna viljum við bjóða þeim sem hafa áhuga á, að taka myndir og senda okkur. Við munum svo setja þær hérna inn á síðuna.
Myndefnið verður að vera tengt heimavistinni, hvort sem það er lífið á vistinni, hlutir eða eitthvað annað sem ykkur dettur í hug.
Skemmtilegt væri ef þið skírðuð myndirnar og svo má ekki gleyma að setja nafn ljósmyndarans með.
Sendið myndirnar á t.bjornsd@gmail.com
Einnig langar okkur að minna vistarbúa á glæsilega sjónvarpsherbergið sem er niðri, á milli mötuneytis og þvottahús (eins og þið séuð að fara inn í geymslu, en beygjið fyrstu dyr til vinstri). Þar er hægt að horfa á hinar ýmsu stöðvar, t.d. rúv, stöð2, sirkus, skjá1, sýn og sýn2.
Þar eru einnig DVDspilari og video sem íbúum er velkomið að nota. Fjarstýringurnar af tækjunum eru í andyrinu og það er ekkert mál að biðja vaktmann um þær. :)
En endilega verið dugleg að taka myndir og senda okkur ;)
Heimavistarráð