Próftími á heimavist

Nú er próftími á Heimavist MA og VMA. Á próftíma eru allir tillitssamir og ganga hljóðlega um. Engar gestakomur eru leyfðar nema með leyfi vaktmanns. Næturgestir eru ekki leyfðir á próftíma.

Húsaleigubætur

Minnum íbúa á að endurnýja þarf umsókn um húsaleigubætur á nýju ári. Umsókninni þarf að fylgja staðfesting á skólavist.

Heimavist MA og VMA opnar nýja heimasíðu

Ný heimasíða Heimavistar MA og VMA hefur verið opnuð. Markmiðið er að heimasíðan verði lifandi, fróðleg og skemmtileg og eru nemendur og foreldrar hvattir til að taka þátt í mótun hennar. Enn er verið að vinna í nokkrum hlutum síðunnar en það er von okkar að með samstilltu átaki takist að ljúka gerð hennar á næstunni. Hægt er að senda ábendingar á netfangið heimavist@heimavist.is.

Lokun á Heimavist MA og VMA yfir jólin

Heimavist MA og VMA verður lokað um um hádegi miðvikudaginn 21. desember. Við opnum aftur á nýju ári, þriðjudaginn 3. janúar kl. 9.

Skipulagsbreytingar

Skipulagsbreytingar standa yfir við heimavistina.  Helstu breytingarnar felast í því að leggja meiri áherslu á félagslega og uppeldislega þjónustu við íbúa með því að ráða vistarsjóra með uppeldis- eða félagslega menntun og reynslu af  rekstri . Samhliða þessu á að breyta starfi húsbónda og  dagvinnufólks.  Auglýst verður eftir starfsfólki með hæfni og reynslu af því að vinna með ungmennum.  Mögulega verða ráðnir í afleysingar og hlutastörf nemendur úr fjórða bekk úr hópi íbúa heimavistarinnar. Mikilvægast er að viðhalda og efla heilbrigði, forvarnir og félagslíf íbúa. Nauðsynlegt er að styrkja þennan þátt í skipulagi heimavistarinnar, ásamt því að halda í horfinu þeim góða rekstri sem þar fer fram en á þeim átta starfsárum sem sameiginleg heimavist MA og VMA hefur verið rekin, hefur reksturinn verið skv. áætlun og rekstraforsendur eru í dag traustar. Nýlega endurnýjaði Lundur leigusamning um rekstur Hótels Eddu Akureyri í húsakynnunum yfir sumarið.  Sífellt fjölbreytilegri hópur  nemenda sækir um dvöl á heimavistinni með mismundandi þarfir fyrir aðstoð og handleiðslu.  Heimavistin er afar vinsæl og er fullskipuð fyrir næsta vetur. Vegna þessara skipulagsbreytinga hefur framkvæmdastjóra, húsbónda og starfsmönnum í dagvinnu  verið sagt upp störfum. Starfsfólk verður ráðið fyrir haustið. Því starfsfólki sem hverfur á brott er þakkað fyrir störf þeirra við stofnunina. Stjórn Lundar sem fer með rekstur heimavistarinnar skipa: Kristín Sigfúsdóttir formaður Jónína Guðmundsdóttir ritari Björk Guðmundsdóttir Magnús Garðarsson Jóhannes Ingi Torfason

Enginn titill

Enginn titill

JÓLAFRÍ   Vistinni verður lokað kl.13:00 laugardag 18.des., þá eiga allir að vera farnir heim í JÓLAFRÍ.   Heimavistin verður opnuð aftur eftir jólafrí mánudaginn 3. janúar, kl. 09:00   Ath. Ath. Ath. Ath. Ath. Ath. Ath. Ath.   ATH. Áður en þið yfirgefið herbergin, gangið úr skugga um að engin rafmagnstæki séu í sambandi, gluggar lokaðir, ofnar stilltir á 3, að ekki leki úr vatnskrönum og að herbergi séu hrein og snyrtileg. Ekki gleyma að tæma rusladalla og fara með rusl út í gám. P.s. munið eftir að taka með ykkur jólagjafirnar, sparifötin og skó sem þið þurfið að nota um jólin, því að það er of seint að bjarga málunum á Þorláksmessu ef þið gleymið einhverju.        Gleðileg jól.                      Starfsfólk Lundar

Enginn titill

Open Mic night !

          Á miðvikudaginn verður Open-Mic night í setustofunni! Allar græjur verða á staðnum, svo það eina sem þú þarft að hafa með þér er hljóðfæri eða röddina. Að sjálfsögðu meiga allir koma þó þeir ætli sér ekki að spila eða syngja, snakk og drykkir verða á svæðinu. Mætum klukkan 21:00 og höfum þetta svolítið kósí!  

SKÓLAÁRIÐ 2009 TIL 2010

Umsókn um heimavist fyrir skólaárið 2009 - 2010 Hér til hliðar má finna umsókn um heimavist fyrir veturinn 2009-2010. Þegar hún hefur verið fyllt út þarf að koma henni hingað til okkar á heimavistina Það má gera það á þrennan hátt. Með pósti og þá stílað á Lundur heimavist MA/VMA Eyrarlandsvegi 28, 600 Akureyri og bt. Sigmundar Með tölvupósti á netfangið sigmundur@heimavist.is og þarf þá að fylla út umsóknareyðublað og senda sem viðhengi. Nú eða bara með því að koma og afhenda starfsmanni umsóknina og líta á húsakynni í leiðinni. Núverandi íbúar eru beðnir um að skila umsóknum í anddyri eða til húsbónda. A.T.H. Allar séróskir t.d. um herbergi, herbergisfélaga, nágranna eða aðrar óskir þurfa að koma fram á umsókn eða berast á netfangið sigmundur@heimavist.is ekki síðar en 1. ágúst. Viljum við sérstaklega benda nýnemum á að senda inn sínar óskir á netfangið hér að ofan þar sem aðeins er boðið upp á að haka við heimavist á rafrænni umsókn um skólavist en ekki tilgreina óskir. Umsóknarfrestur er til 11. júní.   Forsvarsmenn Lundar vinna að því ná fram lækkun á fjármagnskostnaði Lundar svo stilla megi hækkun húsleigunnar í hóf fyrir komandi skólaár eða jafnvel að  komast  hjá hækkun húsaleigunnar. Endanleg verðskrá verður birt eins fljótt og unnt er.