Velkomin

Núna er skólahárið hafið hjá VMA og styttist í að MA byrji og þess vegna er fólk komið á vistina , Hótel Edda er farin og þessvegna er allt að komast í eðlilegar skorður . Netið er komið og hægt er að sækja um það hjá Sigmundi Húsbónda. Svo vil ég benda á að umsókn um mötuneytið er að finna hér við viljum benda fólki á að sækja um sem fyrst.

Heimavistarráð 2006-2007 kveður

Þá hefur Menntaskólanum verið slitið og þá er okkar verki formlega lokið. Við í heimavistarráði viljum þakka öllum fyrir samstarfið í vetur, þá sérstaklega Simma, Gunnu og Garðari. Núna eru 4 úr heimavistarráði að kveðja vistina með því að útskrifast, það eru Ernir, Anna Harðar, Anna Andrés og Magni. Það þýðir að á komandi vetri verður nýtt blóð að koma í heimavistarráð og hressa aðeins upp í liðinu. Vonumst við sem erum að kveðja eftir því að eftirmenn okkar verði engu síðri en við. Við kveðjum heimavistina með miklum söknuði, þetta hefur verið ómetanlegur tími.Fyrir hönd heimavistarráðs veturinn 2006-2007Ernir Freyr Gunnlaugsson  

Myndir frá sumargrilli

Grillveislan tókst mjög vel og margir létu sjá sig. Ernir var sem óður á myndavélinni og tók fullt af myndum sem hægt er að skoða í myndaalbúmi eða með því að smella hér.Viljum við í framhaldi af þessu óska VMA-ingum góðs gengis í prófunum sem hefjast þann 7.maí og minnum á að próftíðareglur taka gildi tveimur dögum áður.  ATH! Það er komin inn ný verðskrá fyrir haustönn 2007 í mötuneyti.

Þvottur bíður eftir eigendum sínum

Nokkuð er um að ómerktur fatnaður hafi verið settur í þvott og því ekki hægt að koma til skila í þvottaskápana. Minnum íbúa á að vera duglegir við að merkja allan þvott hjá sér svo hann rati aftur til eigenda sinna. Hægt er að merkja þvottinn hjá starfsmönnum í þvottahúsinu. Munið líka að flokka þvottinn í viðeigandi þvottahólf 🙂

Halloween bíókvöld á Hrekkjavökunni 31. október

Bíókvöld á setustofunni annað kvöld kl 20:30 þriðjudaginn 31. október.

Bleiki dagurinn föstudaginn 20. október

Á Bleika deginum, 20. október, hvetjum við íbúa og starfsfólk Heimavistar til að sýna lit og bera slaufuna eða klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Starf í boði fyrir íbúa

Heimavistin auglýsir eftir íbúum til að aðstoða við þrif o.fl. (ryksuga, fylla á lagera o.s.frv.) nokkra tíma á viku eftir skóla (1-2 klst. í senn). Nánari upplýsingar veitir Rósa Margrét - rosa@heimavist.is

Kahoot á setustofunni 26. apríl kl 20:00

Viðburður á vegum Heimavistarráðs í kvöld kl 20:00.

Mín framtíð í Laugardalshöll

Heimavist MA og VMA tók þátt í sýningunni Mín framtíð sem fram fór í Laugardalshöll dagana 16.-18. mars.

Bíókvöld á setustofunni kl 20 á miðvikudaginn 15. mars