MA - próftími hefst laugardaginn 9. janúar kl. 8:00

Reglur á próftíma: Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn. Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur. Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar. Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði. Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð. Reglulegum próftíma lýkur 22. janúar. Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði. Gangi ykkur vel i prófunum Sýnum öll tillitssemi Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Vaktsími á heimavist

Minnum íbúa, foreldra og forráðamenn á að hægt er að ná í starfsmann á vakt allan sólarhringinn. Númerið er 899 1602 eða 455 1602.

Söngkeppni framhaldsskólanna 5. apríl nk.

Söngkeppni framhaldsskólanna Þeir sem ætla að sækja um að fá næturgest (einn á íbúa) þegar söngkeppnin verður haldin, skulu gera það fyrir kl 16:00 þriðjudaginn 16. apríl. Þeir íbúar sem ekki eru á heimavistinni til að fylla út umsóknareyðublaðið, mega senda tölvupóst á rosa@heimavist.is þar sem kemur fram herbergisnúmer, fullt nafn og kennitala gestgjafa, herbergisfélaga og gests, og svo dagsetningar. Að öðru leiti gilda þær reglur sem fyrir eru t.d. samþykki forráðamanna ef gestgjafi, gestur eða herbergisfélagi er yngri en 18 ára sem og aðrar reglur um umgengni. Við komu á heimavistina þarf gestgjafinn að tilkynna næturgestinn við starfsmann á vakt. Áfengis- og vímuefnaneysla ógildir gistileyfið. Starfsfólk heimavistar MA og VMA

Opnunartími mötuneytis.

Opnunartími mötuneytis er sem hér segir: Morgunmatur 7.15- 9,15. Hádegismatur 11,30- 13,15 Kvöldmatur 17,45- 19,30. Um helgar: Morgunmatur 10-13. Kvöldmatur 18-19.

Vistarbúar athugið. Töluverð verðmæti fundust í þvottahúsi. Nánari upplýsingar hjá þvottahúskonum.

Næturgestir á próftíma

Próftími hefst laugardaginn 1. desember kl. 14:00. Frá þeim tíma og til 14. des. er ekki heimilt að hafa næturgesti

Próftími í desember

Nú er próftími á Heimavist MA og VMA. Á próftíma eru allir tillitssamir og ganga hljóðlega um. Engar gestakomur eru leyfðar nema með leyfi vaktmanns. Næturgestir eru ekki leyfðir á próftíma.

Reglur heimavistarinnar á próftíma

Reglur á próftíma Próftími hefst laugardaginn 1. desember kl. 14:00 Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn Ekki er heimilt að hafa næturgesti meðan á próftíma stendur Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00 Á próftíma er drykkur alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð Reglulegum próftíma líkur 14. des. kl. 14:00. Íbúar eru líka beðnir um að sýna tillitssemi meðan á sjúkraprófum stendur dagana 17.-18. des. Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði Sýnum öll tillitsemi Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Starfsmann vantar í þvottahúsið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl.16-18. Áhugasamir hafi samband við Svövurnar í þvottahúsinu.

Allir í skanna. Nú er skanninn klár og þurfa allir nýjir vistarbúar að koma í myndatöku í skannanum.

Enn eiga nokkrir eftri að skila mötuneytisumsókn og þurfa umsóknir að berast sem allra fyrst.